15.03.2005

Fundargerð151. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

Fundargerð

151. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í lesstofu Bókasafnsins þriðjudaginn 15. mars 2005 klukkan 16.00.

Mætt voru: Elsa Valgeirsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Páll Marvin Jónsson, Bergþóra Þórhallsdóttir, Andrés Sigmundsson og Margo Renner.

Auk þeirra sátu fundinn: Guðrún Helga Bjarnadóttir, Erna Jóhannesdóttir og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Auður Karlsdóttir, Margrét Brandsdóttir, Una Þóra Ingimarsdóttir, Sigríður Ragnarsdóttir og Emma Sigurgeirsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Hjálmfríður Sveinsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Guðrún Snæbjörnsdóttir, Karen Fors og Ingibjörg Finnbogadóttir.

Áheyrnafulltrúi vegna tónlistarskólans: Guðmundur Hafliði Guðjónsson.

Fundargerð ritaði: Jóhann Guðmundsson.

1. mál

Fræðslu- og menningarsvið kynnti umsóknir sem sendar hafa verið í hina ýmsu þróunarsjóði. Þar kom m.a. fram að sótt hefur verið um í þróunarsjóð grunnskóla, þróunarsjóð leikskóla og styrktarsjóð Odds Ólafssonar og fleiri vegna ýmissa þróunarverkefna. Skólmálaráð þakkar fyrir upplýsingar og lýsir ánægju sinni með verkefnin.

2. mál

Fræðslu og menningarsvið kynnir hugmyndir að tveimur þróunarverkefnum sem tengjast íþróttaiðkun og umhverfisvernd leikskólabarna. Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir hugmyndunum sem stuðla að aukinni hreyfifærni leikskólabarna í samvinnu við íþróttakennara og íþróttahús. Hitt verkefnið miðar að því að Leikskólinn Kirkjugerði hyggst taka ákveðin svæði í fóstur í samvinnu við umhverfis- og tæknisvið. Þessi verkefni bæði ásamt fleirum sem eru í gangi falla vel að verkefninu ,,Allt hefur áhrif, einkum við sjálf’’ á vegum Lýðheilsustöðvar. Skólmálaráð samþykkir að vera með í verkefninu enda ekki um umfram fjárútlát að ræða vegna verkefnisins í ár. Skólmálaráð þakkar fyrir upplýsingarnar og lýsir ánægju sinni með verkefnin.

3. mál

Fyrir liggja bréf frá foreldrum um beiðni að börn þeirra fái undanþágu frá að stunda nám í þeim grunnskóla sem skólahverfið og búseta gerir ráð fyrir. Fræðsluyfirvöld leggja til að orðið verði við þessum beiðnum miðað við óbreytt skólahverfi 2005-2006. Skólmálaráð samþykkir að verða við erindunum svo fremi að það verði ekki aukin fjárútlát vegna aukningar bekkjardeilda.

4. mál

Fyrir lá til kynningar bréf frá skólastjóra Hamarsskóla þar sem hann framsendir bréf nemenda um tillögur um óskir um kaup á nýjum húsgögnum og svarbréf skólastjóra. Ráðið þakkar upplýsingarnar og felur framkvæmdarstjóra að svara bréfinu.

5. mál

Fyrir lá til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu um viðbótarkennslu vegna verkfallsins og svarbréf fræðsluyfirvalda. Skólstjórar grunnskólanna gerðu grein fyrir framkvæmd áætlunar sem lögð var fyrir skólamálaráð 10. febrúar sl. mál nr. 5.

6. mál

Framkvæmdarstjóri fræðslu og menningarsviðs gerði grein fyrir stöðu mála varðandi heildarúttekt á skóla-, íþrótta- og æskulýðsmálum Vestmannaeyjabæjar. Kynnt var bréf frá Iðnemasambandinu, svar vegna umsóknar um viðbótarkennslu aðstoðarskólastjóra Hamarsskóla og Barnaskólans og bréf frá Jöfnunarsjóði um úthlutun vegna sérfatlaðra nemenda fjárhagsárið 2005.

7. mál

Skólamálaráð samþykkir að fela framkvæmdarstjóra að undirbúa útboð vegna skólamáltíða. Jafnframt samþykkir skólamálaráð að frá og með næsta skólaári falli niður niðurgreiðsla af hálfu Vestmannaeyjabæjar á skólamáltíðum til grunnskólabarna. Samþykkt samhljóða.

8. mál

Fyrir lá bréf frá Elfu Ágústu Magnúsdóttur, leikskólakennara á Kirkjugerði, þar sem hún sækir um launalaust leyfi í framhaldi af fæðingarorlofi.

Skólamálaráð samþykkir beiðnina.

9. mál

Trúnaðarmál

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið 17.15.

Hjálmfríður Sveinsdóttir Páll Marvin Jónsson

Halldóra Magnúsdóttir Jóhann Guðmundsson

Karen M. Fors Elsa Valgeirsdóttir

Ingibjörg Finnbogadóttir Erna Jóhannesdóttir

Sigríður Ragnarsdóttir

Una Þóra Ingimarsdóttir

Guðrún Snæbjörnsdóttir

Margrét Brandsdóttir

Emma Sigurgeirsdóttir Vídó

Andrés Sigurvinsson

Andrés Sigmundsson

Bergþóra Þórhallsdóttir

Margo J. Renner

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159