17.02.2005

Fundur haldinn í hafnarstjórn

 

Fundur haldinn í hafnarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 17. febrúar í fundarsal hafnarstjórnar, en fundurinn hófst kl. 16.00.

Mættir: Hörður Þórðarson, Skæringur Georgsson, Stefán Friðriksson, Viðar Elíasson , Valmundur Valmundsson, Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri, og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fyrir var tekið:

1. mál

Bréf frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum varðandi staðsetningu olíu-, hráefnis- og mjölgeyma austan FIVE og norðan Strandvegar. Stefán Friðriksson vék af fundi í þessu máli.

Hafnarstjórn samþykkir þetta svæði fyrir umbeðna starfsemi fyrir sitt leyti, en gerir fyrirvara um stækkun svæðisins.

2. mál

Bréf frá Skipalyftunni ehf.

Í bréfinu er leigugjaldslið 6. gr. leigusamnings frá 01.12.2004 sagt upp og óskað eftir viðræðum um nýtt leiguverð.

Vitnað er í ákvæði 6. gr. og 11. gr. samningsins um viðmiðun sem leggja á til grundvallar leiguverði eða um skipun gerðardóms ef samkomulag næst ekki.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar og bæjarstjóra að ræða við Skipalyftumenn.

Gert verður grein fyrir viðræðunum á næsta fundi hafnarstjórnar.

3. mál

Niðurstaða útboðs vegna raflagna norðan Friðarhafnar.

Þrjú tilboð bárust.

Hjálmar Brynjólfsson 4.999.009,=

Faxi ehf 4.847.200,=

Watt ehf 4.595.648,=

Kostnaðaráætlun 4.873.479,=

Samið hefur verið við Watt ehf.

Fundi slitið kl 17.15.

Vestmannaeyjum 17. febrúar 2005.

Hörður Þórðarson Skæringur Georgsson

Sign Sign

Ólafur M. Kristinsson Stefán Friðriksson

Sign Sign

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Viðar Elíasson

Sign Sign

Valmundur Valmundsson

Sign

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159