10.02.2005

Fundargerð150. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

Fundargerð

150. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja haldinn í fundarsal Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja fimmtudaginn 10. febrúar 2005 klukkan 16.00.

Mætt voru: Elsa Valgeirsdóttir formaður, Jóhann Guðmundsson varaformaður, Páll Marvin Jónsson og Margo Renner.

Auk þeirra sátu fundinn: Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi og Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Júlía Ólafsdóttir, Helena Jónsdóttir og Hafdís Snorradóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Hjálmfríður Sveinsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, María Pálmadóttir og Guðrún Snæbjörnsdóttir.

Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi tilkynnir veikindi, Steinunn Jónatansdóttir er í veikindaleyfi, Gunnlaugur Grettisson, Bergþóra Þórhallsdóttir og Guðmundur H. Guðjónsson, skólastjóri Tónlistarskólans, Hafdís Sigurðardóttir og Karen Fors boða forföll.

Fundargerð ritaði: Jóhann Guðmundsson.

1. mál

Fyrir lá bréf frá menntamálaráðuneytinu þar sem fram kemur að samræmd próf í íslensku og stærðfræði skulu lögð fyrir nemendur í 4. og 7. bekk haustið 2005, sbr. 46. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla. Prófdagar haustið 2005 verða sem hér segir:

Íslenska í 4. og 7. bekk fimmtudagur 20. október 2005 kl. 9.30 –12.00.

Stærðfræði í 4. og 7. bekk föstudagur 21. október 2005 k. 9.30 – 12.00.

2. mál

Fyrir lá bréf frá foreldraráði Rauðagerðis vegna sumarlokana leikskólanna.

Ráðið þakkar foreldraráði bréfið og telur að tillit sé tekið til þeirra óska er þar koma fram, sbr. 3. mál.

3. mál

Fyrir lágu tillögur frá fræðslu- og menningarsviði sem lagðar voru fram til kynningar á síðasta skólamálaráðsfundi þann 17.01.2005.

Skólamálaráð samþykkir að sumarlokanir verði með eftirfarandi hætti:

Rauðagerði og Sóli: Lokað frá 11. júlí , opnað 10. ágúst 2005.

Kirkjugerði: Lokað frá 14. júlí, opnað 15. ágúst 2005.

Jafnframt óskar skólamálaráð eftir tillögum starfsmanna leikskólana og foreldráða vegna sumarlokana 2006. Tillögum skal skilað til skólamálaráðs fyrir áramót 2005-2006.

Samþykkt samhljóða.

4. mál

Fræðslu- og menningarsvið kynnti uppgjör vegna fjarnámsnema á haustönn 2004 og benti ráðsmönnum og öðrum jafnframt á að þessu tímabundna átaki vegna námsstyrkja

til starfmanna Vestmannaeyjabæjar v/ fjarnáms lýkur um áramótin 2005.

Ráðið þakkar upplýsingar.

5. mál

Útskrift úr fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá 24. janúar 2005, þar sem bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir allt að 700 þús. kr. til að mæta kennslutapi vegna verkfalls grunnskólakennara síðastliðið haust. Skólastjórar grunnskóla gerðu grein fyrir framkvæmdaáætlun um hvernig skólarnir áætla að nýta þetta fjármagn í þágu nemenda. Jafnframt munu skólastjórar skila inn endalegum áætlunum varðandi tímafjölda á næsta fund skólamálaráðs.

6. mál

Fræðslu- og menningarsvið leggur fram til kynningar gögn varðandi væntanlega nýnema við grunnskólanna skólaárið 2005 – 2006.

7. mál

Trúnaðarmál

Fleira ekki gert, fundi slitið 17.50.

Margo Renner

Páll Marvin Jónsson

Júlía Ólafsdóttir

María Pálmadóttir

Halldóra Magnúsdóttir

Helena Jónsdóttir

Guðrún Snæbjörnsdóttir

Hafdís Snorradóttir

Andrés Sigurvinsson

Hjálmfríður Sveinsdóttir

Jóhann Guðmundsson

Elsa Valgeirsdóttir

Erna Jóhannesdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159