03.02.2005

Nefnd um byggingu menningarhúss -

 

                                                                                                     

Reykjavík 03.02.2005.

 

Fundargerðin er færð á rafrænu formi og verður samþykkt með tölvupósti.

 

Mættir: Þorgeir Ólafsson. Lúðvík Bergvinsson. Guðjón Hjörleifsson. Sturlaugur Þorsteinsson & Bergur Elías Ágústsson. Einnig sat fundinn Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.

 

 

1. mál

Kosning formanns nefndar um byggingu Menningarhúss í Vestmannaeyjum.

 

Bergur Elías Ágústsson var tilnefndur og kosin með öllum greiddum atkvæðum.

 

2. mál

Fyrir lágu 3 fundargerðir til samþykktar frá 22.07.2004, 14.10.2004 og 29.10.2004.

 

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi fundargerðir.

 

3. mál

Félagsheimilið

Rætt var um nauðsynlegar breytingar á félagsheimilin m.t.t. leikhússins og aðstöðu henni tengdri. Lagðar voru fram teikningar og kostnaðaráætlun vegna verksins en gert er ráð fyrir lyftu og breytingum á anddyri félagsheimilisins og gestamóttöku / inngangi að sjálfu leikhúsinu.

Að auki gerði formaður grein fyrir öðrum hugmyndum sem ræddar hafa verið í nefndinni og þeim samningaviðræðum sem hafa verið í gangi, en þeim málum verða gerð skil á næsta fundi nefndarinnar.

 

Nefndin mun taka afstöðu til tillaganna á síðari stigum málsins þegar kostnaðarskipting á milli nefndar um byggingu menningarhúss og Eignarhaldsfélagsins Fasteign hf liggur fyrir. Jafnframt var formanni falið að afla þeirra upplýsingar fyrir næsta fund.

  

4. mál

Staðsetning væntanlegs menningarhúss rædd.

 

Allir nefndarmenn eru sammála um að nauðsynlegt sé að Menningarhúsið sé staðsett í miðbæjarkjarna bæjarins, enda er slíkt í samræmi við samning bæjarfélagsins við Menntamálaráðuneytið.

 

Í þessu samhengi er horft sérstaklega til húseignar Ísfélagsins sem á árum áður var frystihús. Húsið er um 7.000 fermetrar að stærð og möguleikar miklir bæði hvað varðar fiska og náttúrugripasafn og aðra menningartengda starfsemi. Að auki eru miklir möguleikar á tengingu milli nærliggjandi húsa þegar fram líða stundir.

 

Formanni var falið að ræða við framkvæmdastjóra Ísfélags Vestmannaeyja um mögulegt samstarf um verkefnið, útvega teikningar að húsnæðinu og önnur gögn er málið varðar. Stefnt er að gögnin verði lögð fyrir nefndina á næsta fundi stjórnar.

 

 Fleira ekki gert og fundið slitið kl. 14.07.

 

Þorgeir Ólafsson (sign)

Lúðvík Bergvinsson (sign)

Guðjón Hjörleifsson (sign)

Sturlaugur Þorsteinsson (sign)

Bergur E Ágústsson (sign)

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159