17.01.2005

148. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

148. fundur skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarsal Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja mánudaginn 17. janúar 2005 klukkan 16.00.

Mætt voru: Elsa Valgeirsdóttir formaður, Jóhann Guðmundsson varaformaður, Bergþóra Þórhallsdóttir, Andrés Sigmundsson, Steinunn Jónatansdóttir, Margo Renner og Gunnlaugur Grettisson.

Auk þeirra sátu fundinn: Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólafulltrúi, Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Júlía Ólafsdóttir, Helena Jónsdóttir, Una Þóra Ingimarsdóttir, Hafdís Snorradóttir, Auður Karlsdóttir og Alda Gunnarsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Hjálmfríður Sveinsdóttir, María Pálmadóttir, Guðrún Snæbjörnsdóttir, Karen Foss og, Ingibjörg Finnbogadóttir.

Guðmundur H. Guðjónsson skólastjóri Tónlistarskólans boðaði forföll.

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Grettisson.

1. mál

Fyrir liggur tilvísun til skólamálaráðs frá bæjarráði, útskrift úr fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá 28. desember 2004, 15. mál c) Fyrir lá kynningarbæklingur frá Lýðheilsustöð vegna verkefnis um bætt mataræði og aukna hreyfingu barna og ungmenna.

Ráðið fagnar þeirri umræðu sem hafin er um þessi mál og tilkomu þróunarverkefnisins „Allt hefur áhrif, einkum við sjálf” sem Lýðheilsustöð vinnur í samvinnu við sveitarfélögin. Ráðið felur framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs að undirbúa kynningarfund með fulltrúa Lýðheilsustöðvarinnar Jórlaugu Heimisdóttur verkefnisstjóra og að boða á þann kynningarfund aðila úr heilbrigðis-, skóla,- íþrótta- og æskulýðsgeirunum, frá foreldrafélögum og kjörna sveitarstjórnarmenn og aðra er kunna að tengjast verkefninu.

Samþykkt samhljóða.

2. mál

Ný gjaldskrá fyrir leikskóla Vestmannaeyja sem gildir frá 1. janúar lögð fram sem tekin var fyrir af skólamálaráði 20. des. sl. 4. mál og samþykkt í bæjarstjórn 30.des. sl.

Samþykkt samhljóða.

3. mál

Fræðslu- og menningarsvið kynnir bréf frá Heimili og skóla og leggur fram tillögu í samráði við skólastjóra grunnskólanna þess efnis að þeim verði ráðstafað aukalega 260 kennslustundum til að mæta kennslutapi vegna verkfalls. Kostnaður 650–700 þús. kr. Ráðið lýsir sig samþykkt þessum tillögum, enda sambærilegt við úrræði hjá öðrum sveitarfélögum og vísar málinu til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

4. mál

Fræðslu- og menningarsvið leggur fram umsóknir starfsmanna Vestmannaeyjabæjar sem borist hafa vegna náms- og ferðastyrkja. Farið er fram á að ráðið taki afstöðu til umsókna sem borist hafa eftir að auglýstur umsóknarfrestur rann út og bendir ráðsmönnum jafnframt á að þessu átaksverkefni sem hófst 18. desember 2002 lýkur í lok ársins 2005 skv. 5. gr. reglna um námstyrki til starfmanna Vestmanneyjabæjar. Alls bárust 17 umsóknir um námsstyrki frá starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar fyrir vorönn 2005 og 12 um ferðastyrk. 11 af þeim umsóknum uppfylla sett skilyrði.

Ráðið samþykkir að gera undantekningu hvað eindaga umsóknanna varðar og samþykkir allar þær beiðnir sem uppfylla sett skilyrði enda innan ramma fjárhagsáætlunar fyrir 2005. Jafnframt lýsir ráðið því yfir að framvegis skulu auglýstir eindagar umsókna og annarra erinda til ráðsins gilda án undantekninga.

Samþykkt samhljóða.

5. mál

Fræðslu- og menningarsvið kynnir:

a) Erindi frá menntamálaráðuneytinu til skólastjóra varðandi upplýsingar um foreldraráð í grunnskólum,

Ráðið er meðmælt þessu erindi og felur framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir.

b) Fyrirhuguð koma verkefnisstjóra Trausta Þorsteinssonar og samstarfsfólks frá Skólaþróunarsviði Háskóla Akureyrar þann 25. – 27 jan. nk. vegna úttektar á skóla- íþrótta- og æskulýðsmálum Vestmannaeyjabæjar og leggur fram framkvæmdaáætlun.

Ráðið fagnar komu verkefnistjóra Trausta Þorsteinssonar og föruneytis og bindur miklar vonir við þessa vinnu og ítrekar að dagsetningar varðandi skil á niðurstöðum úr þessari veigamiklu úttekt liggi fyrir eins og kveðið er á um í samningi þeim er gerður var í september sl. milli Vestmannaeyjabæjar, menntamálaráðuneytisins og skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri. Jafnframt hvetur ráðið hinn almenna leikmann, skólafólk, nemendur og foreldra að senda inn erindi til fræðslu- og menningarsviðs hafi fólk óskir um að koma ákveðnum spurningum og /eða upplýsingum til verkefnisstjórans.

c) Erindi frá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Beiðni um heimild til spurningalistakönnunar fyrir starfsmenn í leik- og grunnskólum v/ rannsóknar á menntun nemenda með þroskahamlanir.

Ráðið er meðmælt þessu erindi og veitir heimild fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs að fylgja málinu frekar eftir.

d) Fyrirspurn frá Unu Þóru Ingimarsdóttur; hvenær teikningar af nýjum leikskóla muni liggi fyrir og hvenær fyrirhugað sé að taka fyrstu skóflustunguna.

Fræðslu- og menningarsvið upplýsir að nýjustu teikningar bíða nú afgreiðslu byggingarnefndar og í framhaldi af því verður gerð kosnaðaráætlun.

e) Brúum bilið 2004-2005 og drög að áætlun fyrir aðlögun barna úr leikskóla í grunnskóla og samvinnu starfsfólks á skólastigunum. Fræðslu– og menningarsvið gerði frekari grein fyrir fyrrnefndum áætlunum.

f) Fyrir liggur listi frá Jóni Péturssyni sálfræðingi Vestmannaeyjabæjar um þjónustu við börn á grunnskólaaldri árið 2004.

Ráðið þakkar kynninguna og upplýsingar.

g) Bréf frá menntamálaráðuneytinu um samræmd lokapróf sex námsgreina í 10. bekk vorið 2006 kynnt.

6. mál

Áfangaskýrsla um verkefnið “Táknmálsorðabók fyrir daufblindan nemanda” í Barnaskóla Vestmannaeyja lögð fram en skólamálaráð styrkti verkefnið um kr. 100.000 í upphafi.

Ráðið þakkar veittar upplýsingar og lýsir ánægju með þessa vinnu og óskar hlutaðeigendum til hamingju.

7. mál

Fræðslu- og menningarsvið fer fram á að gerð verði breyting á starfslýsingu aðstoðarleikskólastjóra á leikskólanum Sóla í samræmi við fyrirkomulag það sem verið hefur við lýði á leikskólanum Kirkjugerði síðan það var samþykkt í skólamálaráði þann 06.02. 2002, mál f /starfsmannamál og þykir hafa gefist afar vel.

Ráðið samþykkir beiðnina enda hefur þessi breyting ekki í för með sér neina kosnaðaraukningu og stuðlar að markvissari vinnubrögðum og betri yfirsýn.

8. mál

Tillögur um sumarlokanir leikskólanna 2005 lagðar fram til kynningar.

9. mál.

Trúnaðarmál

Afgreiðsla fræðslu- og menningarsviðs vegna umsókna um námsvistir utan lögheimilis sveitarfélaga.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl.17.20.

Elsa Valgeirsdóttir Hafdís Snorradóttir

Jóhann Guðmundsson Auður Karlsdóttir

Bergþóra Þórhallsdóttir Alda Gunnarsdóttir

Andrés Sigmundsson Hjálmfríður Sveinsdóttir

Steinunn Jónatansdóttir María Pálmadóttir

Margo Renner Guðrún Snæbjörnsdóttir

Gunnlaugur Grettisson Karen Foss

Guðrún Helga Bjarnadóttir Ingibjörg Finnbogadóttir

Erna Jóhannesdóttir

Andrés Sigurvinsson

Júlía Ólafsdóttir

Helena Jónsdóttir

Una Þóra Ingimarsdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159