20.12.2004

Fundargerð147. fundur Skólamálaráðs Vestmannaeyja

 

Fundargerð

147. fundur Skólamálaráðs Vestmannaeyja var haldinn í fundarsal Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja 20. desember 2004 klukkan 16.00.

Mætt voru: Elsa Valgeirsdóttir formaður, Bergþóra Þórhallsdóttir, Steinunn Jónatansdóttir, Margo Renner, Andrés Sigmundsson.

Auk þeirra sátu fundinn: Guðrún Helga Bjarnadóttir, Erna Jóhannesdóttir og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri.

Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólanna: Júlía Ólafsdóttir, Hafdís Snorradóttir, Alda Jóhannsdóttir og Emma Vídó.

Áheyrnarfulltrúar vegna grunnskólanna: Hjálmfríður Sveinsdóttir, Karen Fors og Alda Jóhannsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar vegna tónlistarskóla: Guðmundur Hafliði Guðjónsson.

Forföll boðuðu Jóhann Guðmundsson, Gunnlaugur Grettisson

Fundargerð ritaði: Bergþóra Þórhallsdóttir

Fyrir var tekið:

1. mál

Fyrir lá bréf frá Jóni Péturssyni sálfræðingi, forstöðumanni sérdeildar leikskóla vegna stöðugilda er áætluð eru á fjárhagsáætlun 2005.

Skólamálaráð samþykkir ábendingar forstöðumanns og leggur til að liður 04-15-111 hækki úr kr. 4.600 millj. í kr. 5.282 millj.

2. mál

14. mál frá fundi félags- og fjölskylduráðs dags. 9. desember 2004, tillaga um flutning á gæsluvelli yfir til fræðslu- og menningarsviðs / í umsjón skólamálaráðs.

Skólamálaráð lýsir sig samþykkt þessum flutningi á milli sviða.

3. mál

Leikskólafulltrúi kynnti Samstarfssamning við Greiningar - og ráðgjafarstöð ríkisins og fræðslu og menningarsviðs vegna uppbyggingar þjónustu við barn með einhverfu á leikskólaaldri.

Skólamálaráð fagnar að samningur er kominn á og felur framkvæmdastjóra að leita allra leiða til að sækja um frekari styrki í verkefnið.

4. mál

Breytingar á leikskólagjöldum frá 1. janúar 2005 n.k. verða eftirfarandi skv. reglum:

a) dvalargjöld hækki um 5.3% skv. launavísitölu

b) fæðiskostnaður um 3.7% skv. neysluvísitölu

Skólamálaráð samþykkir tillöguna. Andrés Sigm. tekur afstöðu síðar um málið.

5. mál

Fyrir liggja endurskoðaðar tillögur að nýjum skráningar- og innritunarreglum fyrir leikskóla Vestmannaeyjabæjar, en eldri reglur voru samþykktar í skólamálaráði 07. október 2004, 1. mál og teknar fyrir í bæjarstjórn 14. október mál 2i með tilvísun til skólamálaráðs um frekari umfjöllun.

Skólamálaráð samþykkir tillögurnar.

6. mál

Fræðslu- og menningarsvið kynnir niðurstöður starfshóps um framtíðarsýn leikskólamála í Vestmannaeyjum.

Skólamálaráð þakkar hópnum vel unnin störf.

7. mál

Fyrir liggur tillaga framkvæmdastjóra; að Skólalúðrasveit Vestmannaeyja verði veittur ferðastyrkur til heimsóknar Götu í Færeyjum, vinarbæjar Vestmannaeyja kr. 75.000 enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar. Skólamálaráð samþykkir.

8. mál

Útskrift frá bæjarráði 5. mál 06.12.2004, bréf frá menntamálaráðuneytinu frá 22. nóvember sl. Fræðslufulltrúi fór yfir hugmyndir um kennslustundafjölgun til handa nemendum í grunnskólum Vestmannaeyjabæjar til að vega upp afleiðingar kennaraverkfalls.

Skólamálaráð ræddi hugmyndirnar og leggur til að málið verði afgreitt á næsta skólamálaráðsfundi.

9. mál.

Framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs greindi frá undirritun samnings milli Vestmannaeyjabæjar, menntamálaráðuneytisins og skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri vegna allsherjarúttektar á skóla- íþrótta- og æskulýðsmálum sbr. umræður fyrri funda ráðsins.

10. mál

Fjárhagsáætlun 2005 eftir fyrri umræðu sem fram fór í bæjarstjórn 16. desember sl.

Breytingar á fjárhagsáætlun milli umræðna: Liður 04-15-111-1 hækki úr kr. 4.600 millj. í kr. 5.282 millj. og liðir 04-51-058-1 lækkar um 1 millj. , 04-51-141-1 lækkar um 1.150 millj. og liður 04-51-250-1 hækkar um kr. 150 þúsund. Samtals eru breytingar í hækkun upp á kr. 682 þúsund. Skólamálaráð samþykkir. Andrés Sigmundsson tekur afstöðu til málsins síðar.

11. mál.

Fræðslufulltrúi kynnti drög að reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað frá félagsmálaráðuneytinu. Fræðslu- og menningarsvið kynnir hugmyndir að fjöldafundi fyrir starfsmenn Vestmannaeyjabæjar varðandi þetta mál og yrðu fyrirlesarar starfsmenn frá Vinnueftirliti ríkisins.

Fleiri mál ekki tekin fyrir, fundi slitið 17.28.

Andrés Sigmundsson

Andrés Sigurvinsson

Steinunn Jónatansdóttir

Hjálmfríður Sveinsdóttir

Emma Sigurgeirsdóttir

Ingibjörg Finnbogadóttir

Guðrún H. Bjarnadóttir

Alda Jóhannsdóttir

Júlía Ólafsdóttir

Hafdís Snorradóttir

Guðmundur H. Guðjónsson

Margo J. Renner

Karen M. Fors

Bergþóra Þórhallsdóttir

Elsa Valgeirsdóttir

Erna Jóhannesdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159