26.11.2004

Fundur haldinn í hafnarstjórn

 

Fundur haldinn í hafnarstjórn Vestmannaeyja föstudaginn 26 nóvember 2004 í fundarsal hafnarstjórnar, en fundur hófst kl. 13.00.
Mættir: Hörður Þórðarson, Skæringur Georgsson, Stefán Friðriksson, Viðar Elíasson, Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri, og Frosti Gíslason framkvæmdastjóri.Umhverfis- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði Hörður Þórðarson

Fyrir var tekið:

1. mál.
Drög að rekstaráætlun fyrir höfnina.
Lögð var tillaga að rekstaráætlun hafnarinnar fyrir árið 2005.
Afgr. Hafnarstjórn vísar drögunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn

2. mál
Bréf dagsett 5/11 2004 frá Fiskmarkaði Vestmannaeyja og yfirlýsing dagsett 18/10 2004 frá Fiskmarkaði Vestmannaeyja hf, Fiskhellum ehf, Farsæli smábátafélagi ásamt smábátasjómönnum og útgerðarmönnum.

Óskað er eftir því að löndunarkranar fyrir smábáta verði staðsettir í N-A horni Friðarhafnar
Afgr. Stefnt skal að flytja löndunarkrana fyrir smábáta í N-A horn Friðarhafnar fyrir 1.maí 2005.

3. mál
Staða framkvæmda á vegum hafnarinnar:

Rædd var staða framkvæmda á vegum hafnarinnar: Steypuframkvæmdir eru lítillega á eftir áætlun.

Steypuframkvæmdir:
Á norðurkanti Friðarhafnar eru 3 flekar ósteyptir og hafa framkvæmdir tafist lítillega vegna veðurs. Á vesturkanti Friðarhafnar er unnið að jarðvegsskiptum. Eftir er að steypa fjórðung úr kantinum og leggja vatnslagnir.

Dýpkunarframkvæmdir:
Eru á áætlun, ákveðið var að auka dýpkun á nokkrum stöðum innan hafnarinnar til þess að stefna að 8 m dýpi.

4.mál
Hafnarreglugerð

Afgr. Mörk hafnarsvæðis verði skv. 4. tillögu að Aðalskipulagi.
Svæði hafnarinnar verði fjórskipt:

  • • Athafnasvæði sem nær frá Hringsskersgarði að austan vestur með höfninni norðan Tangagötu að Skildingavegi og þaðan norðan Strandvegar vestur undir Hlíðarbrekkur
  • • Athafnasvæði svæði vestan og norðan hafnarinnar austur að Athafnasvæði Hörgeyrargarði.
  • • Námasvæði í Skansfjöru.
  • • Strandsvæði ytri hafnar sem nær frá Skansfjöru austur að Urðarvita sunnan við innsiglinguna og að norðan frá Hörgeyrargarði, um Víkina, fyrir Klettsnef og norður og vestur fyrir að Stafsnesi.

Fundi slitið kl 14:50

Vestmannaeyjum 26.11.2004

  • Hörður Þórðarson (sign)
  • Skæringur Georgsson (sign)
  • Viðar Elíasson (sign)
  • Ólafur M. Kristinsson (sign)
  • Stefán Friðriksson (sign)
  • Frosti Gíslason (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159