29.10.2004

Fundur verkefnisstjórnar um byggingu

 

Fundur verkefnisstjórnar um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum.

                                                                                                   

 

 

Reykjavík 29.10.2004.

 

 

Mættir: Þorgeir Ólafsson. Andrés Sigmundsson. Lúðvík Bergvinsson. Guðjón Hjörleifsson. Bergur E Ágústsson.

  

  1. mál

Formaður lagði fram skýrslu merkta Menningarhús 28.október 2004. Rætt var um málin og kom m.a. fram að stjórnin er sammála um að ekki sé grundvöllur fyrir áframhaldandi vangaveltum um menningarhús í gömlu fiskvinnsluhúsunum. Stjórnin er sammála þeim kafla í skýrslunni bls.5 Næstu skref. sem og Val á leiðum varðandi hönnun og byggingu menningarhúss.

ü      Lagt er til að verkefnisstjórn geri endanlega tillögu um þá starfsemi sem á að fara fram í húsinu.

ü      Lagt er til að verkefnisstjórn tilnefni tvo fulltrúa til viðræðna við eigendur Hallarinnar um með hvað hætti bæta má sýningaraðstöðu í Höllinni

 

  1. mál

Formanni falið að draga saman helstu atriði um stöðu og ákvarðanir stjórnarinnar og í samráði við Þorgeir Ólafsson gera menntamálaráðherra grein fyrir stöðu málsins.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Þorgeir Ólafsson.

Andrés Sigmundsson.

Lúðvík Bergvinsson.

Guðjón Hjörleifsson.

Bergur E Ágústsson.

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159