22.10.2004

22. október 2004Fundur haldinn

 

22. október 2004

Fundur haldinn í hafnarstjórn Vestmannaeyja föstudaginn 22. október 2004 í fundarsal hafnarstjórnar, en fundur hófst kl. 16.00.

Mættir: Hörður Þórðarson, Skæringur Georgsson, Stefán Friðriksson, Ástþór Jónsson, Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri, Frosti Gíslason framkvæmdastjóri og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fyrir var tekið:

1. mál
Drög að nýrri hafnarreglugerð lögð fram og rædd. Samþykkt að vísa drögunum til bæjarstjórnar.

Farið var yfir stærð og takmörk hafnarinnar og framkvæmdstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar falið að samræma kafla 1,2 og 1,3 við aðalskipulag Vestmannaeyjabæjar 2002-2014.

2. mál
Staða framkvæmda.

Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda og eru þrjár framkvæmdir á eftir áætlun, en þó vel á veg komnar.

Hafnarstjórn samþykkir tillögu hafnarstjóra um að óska eftir aukningu á dýpkunarframkvæmdum.

3. mál
Staðsetning spennistöðvar í Friðarhöfn.

Hafnarstjórn samþykkir staðsetningu spennistöðvar vestan við rafmagnshús sunnan Friðarhafnar.

Fundi slitið kl 17.35.

Vestmannaeyjum 22.10. 2004.

Hörður Þórðarson (sign.)
Skæringur Georgsson (sign.)
Ástþór Jónsson (sign.)
Frosti Gíslason (sign.)
Ólafur M. Kristinnsso (sign.)
Stefán Friðriksson (sign.)
Bergur Elías Ágústsson (sign.)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159