14.10.2004

Fundur verkefnisstjórnar um byggingu

 

Fundur verkefnisstjórnar um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum.

 

 

Vestmannaeyjum 14.10.2004.

 

 

Mættir: Þorgeir Ólafsson. Andrés Sigmundsson. Lúðvík Bergvinsson. Guðjón Hjörleifsson. Bergur E Ágústsson.

 

  1. mál

Sigmund Jóhannsson mætti á fund stjórnarinnar þar sem hann kynnti hugmyndir sýnar varðandi gamla Fiskiðjuportið. Grunnhugmyndin felst í því að byggt verði glerhýsi yfir portið sem hægt væri að nýta fyrir menningarviðburði. Þegar til framtíðar væri litið mætti síðan vinna sig inn í Fiskiðju- og Ísfélagshúsið með safnaþáttinn og jafnvel koma þar fyrir fiskvinnslusafni og verslun.

 

Stjórnin ákvað að fara á vetvang og kynna sér húsakostin og þá möguleika sem í honum felast.

 

 

2       mál

Farið var yfir aðra mögulegar staðsetningar. Einnig var rætt um rýmisþörf mtt. fyrirhugaðar stærð menningahússins. Varðandi staðsetningu vorum menn sammála um að tveir möguleikar eru í stöðunni þ.e. staðsetning í miðbæjarkjarna eða viðbygging við núverand byggðasafn.

 

Nefndi ákvað að funda aftur innan tveggja vikna.

 

 Fleira ekki gert og fundi slitið.

Þorgeir Ólafsson.

Andrés Sigmundsson.

Lúðvík Bergvinsson.

Guðjón Hjörleifsson.

Bergur E Ágústsson.

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159