26.07.2004

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands Fundur í

 

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands

  

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn mánudaginn 26. júlí 2004, kl. 16.00.

 

Mætt:  Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Eygló Harðardóttir, auk Ingvars Atla Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands.

 

Dagskrá:

1.  Kjaramál.

2.  Önnur mál.

 

1. mál.

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands segir hér með upp fyrri málslið 3. gr. ráðingarsamnings Ingvars Atla og Náttúrustofu Suðurlands, sem undirritaður og dagsettur var þann 11. september 2002.  Umræddu ákvæði í ráðningarsamningnum sem sagt er upp hljóðar þannig:

“Kjör eru samkvæmt kjarasamningi og starfssamningi Félags íslenskra náttúrufræðinga og Náttúrustofu Suðurlands dags. 11. september 2002.”

 

Uppsögn þessi tekur gildi frá og með næstu mánaðarmótum og er uppsagnarfrestur þrír mánuðir frá og með næstu mánaðarmótum að telja.

 

2. mál.

Rætt um ýmis verkefni Náttúrustofunnar þ.á.m. fyrirhugaða útgáfu á jarðfræðikorti af Vestmannaeyjum sem Náttúrufræðistofnun Íslands mun gefa út og Náttúrustofnun Suðurlands koma að.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 16.45.

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir

Eygló Harðardóttir

Ingvar Atli Sigurðsson

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159