26.07.2004

Fræðslu-og menningarsvið Ráðhúsinu, 902

 
Fræðslu-og menningarsvið

      Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjum, kt. 690269-0159, sími 488-2000, fax 488-2002

 

 

  Menningarmálanefnd

 

 

205. fundur menningarmálanefndar var haldinn í kaffistofu Ráðhúss, mánud. 26. júlí 2004 kl. 17.00. 

Mætt voru:  Sigríður Bjarnadóttir, Andrés Sigmundsson, Selma Ragnarsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Kristján Egilsson.

 

Dagskrá:

 

1. mál:    Ný nefndaskipan Vestmannaeyjabæjar. 

Sigurgeir Jónsson lagði fram ljósrit af nýrri skipan nefnda og ráða hjá Vestmannaeyjabæ.  Samkvæmt því heyra menningarmál framvegis undir menningar- og tómstundaráð sem skipað er sjö manns. 

 

2. mál.   Stille øy verkefnið, Færeyjaferð tónlistarfólks, Goslokahelgi og 40 ára afmæli

Náttúrugripasafns Vestmannaeyja.  Sigurgeir Jónsson og Kristján Egilsson

Sigurgeir gerði grein fyrir Stille oy verkefninu sem haldið var frá 5. til 14.júlí og lauk með sýningu í Vélasalnum, ferð níu tónlistarmanna frá Eyjum til Götu í Færeyjum um helgina 16.-18. júlí og helstu atriðum og framkvæmd á Goslokahátíð 2004.  Rætt var um nokkur atriði sem færa mætti til betri vegar í hátíðarhaldi á goslokum. Kristján Egilsson greindi frá hátíðahöldum í tilefni af 40 ára afmæli Náttúrugripasafns Vestmannaeyja en þeirra tímamóta var minnst sunnudaginn 4. júlí sl.  Fram kom að um 750 manns komu í safnið þessa helgi.  Menningarmálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmd allra þessara uppákoma og þakkar öllum þeim sem lögðu hönd að verki við þær.

  Andrés vék af fundi.

 

3. mál.   Þátttaka í Menningarnótt í Reykjavík.

Sigurgeir sagði frá fyrirhugaðri þátttöku Vestmannaeyjabæjar í Menningarnótt í Reykjavík, laugardaginn 21. ágúst nk.  Andrés Sigurvinsson er formaður nefndar sem sjá á um framkvæmdina og hafa ýmis atriði þegar verið ákveðin en önnur eru í vinnslu.

Kristján vék af fundi.

 

4. mál.    Sýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 21. júní sl. að veita menningarmálanefnd heimild til að setja upp í haust sýningu á verkum listakonunnar Júlíönu Sveinsdóttur.  Nanna Þ. Áskelsdóttir, forstöðumaður Safnahúss, er byrjuð að leggja drög að þeirri sýningu.

 

5. mál.  Bréf til nefndarinnar og frá henni.

Tekin voru til afgreiðslu bréf sem menningarmálanefnd hefur sent í júní og júlí og sömuleiðis bréf sem

nefndinni hefur borist.  Menningarfulltrúa var falið að svara bréfinu og gera ráðstafanir til úrbóta í því sem minnst er á þar.

 

6. mál.  Verk í eigu Listasafns Vestmannaeyjabæjar.

Að ósk Selmu Ragnasdóttur var lögð fram skrá yfir listaverk í eigu Listasafns Vestmannaeyjabæjar.  Selma bendir á nauðsyn þess að slík skrá sé til í tölvutæku formi og aðgengilegri en nú er.  Áður send beiðni til forstöðumanns Safnahúss um þetta efni frá því fyrr í sumar, er því ítrekuð.  (Sjá fskj. með fundargerð netpóstur frá selma@ismennt.is)

 

7. mál.

Þar sem þetta er síðasti fundur núverandi menningarmálanefndar vill nefndin vekja athygli á mikilvægi þessa málaflokks.  Nefndin bendir á nauðsyn þess að þessi mál týnist ekki í meðförum stærri nefndar með breiðari vettvang.

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 18.35.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159