15.07.2004

FélagsmálaráðFundur haldinn hjá félagsmálaráði

 

Félagsmálaráð

Fundur haldinn hjá félagsmálaráði Vestmannaeyja    fimmtudaginn 15. júlí kl. 12.00.

 

Mætt voru: Steinunn Jónatansdóttir, Ágústa Kjartansdóttir, Auður Einarsdóttir, Sigrún Gísladóttir, Helga Björk Ólafsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Thelma Gunnarsdóttir

 

1. – 12. mál.     Trúnaðarmál.

 

13. mál.            Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi gerði grein fyrir verkefninu “Hugsað um barn” sem er fræðsluverkefni fyrir grunnskólanemendur um kynlíf og barneignir.  Verkefnið hefur þegar verið kynnt í skólamálaráði.  Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju sinni með væntanlegt verkefni og hvetur til þátttöku Vestmannaeyjabæjar í verkefninu.

           

14. mál             Fyrir lá bréf frá Barnaverndarstofu varðandi málefni kærunefndar barnaverndarmála þar sem fram kemur það álit nefndarinnar að þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 21. gr. barnaverndarlaga, sé sú ákvörðun barnaverndarnefnda að fella niður mál eftir að könnun hefur farið fram, kæranleg til kærunefndar barnaverndarmála.

 

15. mál             Fyrir lá ársskýrsla Félagsþjónustu Kópavogs

 

 

 

FLEIRA EKKI GERT. FUNDI SLITIÐ KL. 13.30

 

Steinunn Jónatansdóttir

Ágústa Kjartansdóttir

Auður Einarsdóttir

Sigrún Gísladóttir

Helga Björk Ólafsdóttir

Guðrún Jónsdóttir

Thelma Gunnarsdóttir

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159