15.07.2004

Árið 2004, fimmtudaginn 15.

 

Árið 2004, fimmtudaginn 15. júlí kl. 16:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1499. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi umhverfis- og framkvæmdasviðs, Tangagötu 1.

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Skæringur Georgsson, Stefán Óskar Jónasson, Stefán Þór Lúðvíksson og Helgi Bragason

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál:
Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi og
Frosti Gíslason framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Þetta gerðist:

Lóðarmál

1.

Birkihlíð 10, Lóðarleigusamningur fyrir Birkihlíð 10 

(08.530.100)

Mál nr. BN030035

Skjalnr.

Skipulags- og byggingafulltrúi, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar nýtt lóðarblað fyrir Birkihlíð10 og óskar eftir samþykki skipulags- og byggingarnefndar.

 

Nefndin samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að útbúa lóðarleigusamning fyrir Birkihlíð 10 samkvæmt lóðarblaði sem lagt var fyrir fundinn.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997


Skipulagsmál

2.

Deiliskipulag miðbæjarins, Athugasemdir sem bárust við auglýstri deiliskipulagstillögu fyrir miðbæinn. 

 

Mál nr. BN020048

Skjalnr.

 

Tillaga að deiliskipulagi miðbæjarsvæðis var auglýst frá 9. júní til 14. júlí 2004.  frestur til athugasemda rann út þann 14. júlí sl.  Alls barst  1 athugasemd við tillöguna.

Tillaga að deiliskipulagi miðbæjar Vestmannaeyja, var auglýst frá 9. júní til 14. júlí 2004.  Alls barst 1athugasemd við tillöguna.
Jóhann Pétur Andersen f.h. Guðrúnar Andersen mótmælir áætlunum um að rífa Bárustíg 16b. eins og greint er frá í viðauka D í skipulagstillögunni.

Bæjaryfirvöld geta ekki fallist á ofangreinda athugasemd
og er vísað til eftirfarandi röksemdafærslu.
Markmið deiliskipulagsins er að marka þróun og uppbyggingu íbúðareininga, atvinnu- og þjónustustarfssemi eða kjarna, sem stuðla geti að því að styrkja og efla miðbæjarsvæðið í heild sinni.

Á deiliskipulags tillögu liggur Bárustígur 16 b.  á Baldurshagareit þar sem gert er ráð fyrir samblöndu af verslunar-, skrifstofu- og íburðarhúsnæði með nýtingarhlutfall 1.42 og byggingarmagn max 3100m2. Ennfremur er tilgreint í tillögunni að mikilvægt sé að tryggja heildarsvip á byggingum og umhverfi þeirra.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997


Nýbyggingar

3.

Friðarhöfn, Sótt er um að reisa dælustöð 

 

Mál nr. BN040062

Skjalnr.

690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar

Frosti Gíslason framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs f.h. Vestmannaeyjabæjar sækir um leyfi til skipulags- og byggingarnefndar til að reisa dælustöð samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá Björgvini Björgvinssyni tæknifræðingi.

Fyrir liggur samþykki eiganda.
Nefndin samþykkir erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjald kr. 7.150kr


Annað

4.

Tangagata 7, Auglýsingaskilti fyrir Café Kró og Viking tours 

 

Mál nr. BN040055

Skjalnr.

260957-2449 Sigurmundur Gísli Einarsson, Suðurgerði 4, 900 Vestmannaeyjar

Sigurmundur G. Einarsson sækir um leyfi til skipulags- og byggingarnefndar til að setja upp auglýsingarskilti á eftirtalda staði.

1. Á vesturhlið þurrkhúss Ísfélagsins

2. Á austurhlið Brimnes

3. Á austur-, vestur- og norðurhlið Tangagötu 7

Skilti eru 1,5x1,0m á stærð og auglýsa starfsemi Café Kró.

Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um skriflegt samþykki eigenda fasteigna og afstöðumyndum af skiltum.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997


 

5.

Steypustöð 2-Þ, 2-Þ sækir um endurnýjun starfsleyfis fyrir færanlega steypustöð 

 

Mál nr. BN040057

Skjalnr.

160454-5049 Þór Engilbertsson, Asavegi 23, 900 Vestmannaeyjar

Þór Engilbertsson f.h. 2-Þ ehf, sækir um endurnýjun á starfsleyfi fyrir færanlega steypustöð fyrirtækisins sem var veitt 13 maí 2002.

Nefndin veitir bráðabyrðarleyfi til 1 október og felur skipulags og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga um starfsleyfi varðandi færanlegar steypustöðvar.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
Breytingar

6.

Bárustígur 2, Sótt er um breytta notkun húsnæðis 

 

Mál nr. BN040061

Skjalnr.

130557-5389 Þröstur Bjarnhéðinsson, Bárustíg 11, 900 Vestmannaeyjar

Þröstur Bjarnhéðinsson Johnsen sækir um til skipulags- og byggingarnefndar, um að breyta notkun Bárustígs 2 1h.

úr verslunarhúsnæði í veitingastofu.

Nefndin er hlynnt erindinu um breytta notkun á húsnæðinu, en fer fram á skil á fullsnægandi teikningum verði um breytingar á húsnæðinu að ræða.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997
Nýbyggingar

7.

Strandvegur 55, Hugmyndir að breytingum á Strandvegi 55 

 

Mál nr. BN040056

Skjalnr.

270465-4559 Eggert Björgvinsson, Strandvegi 55, 900 Vestmannaeyjar

Eggert Björgvinsson óskar eftir afstöðu skipulags-

og byggingarnefndar varðandi stækkun á Strandvegi 55samkvæmt innsendum uppdráttum

Nefndin er hlynnt erindinu og mun erindið vera tekið aftur fyrir þegar fullnaðarteikningar liggja fyrir.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Lóðarmál

8.

Hásteinsvegur 8, Sótt er um stækkun lóðar 

 

Mál nr. BN040060

Skjalnr.

290571-5299 Sigurður Einar Vilhelmsson, Hásteinsvegi 8, 900 Vestmannaeyjar

Sigurður E. Vilhelmsson sækir um skipulags- og byggingarnefndar að sameina lóðir við Hásteinsveg 8 og 10.

Nefndin frestar erindinu til næsta fundar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða möguleika á hugsanlegum byggingarlóðum.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997


Nýbyggingar

9.

Ofanleiti, Kanínuhús til umsagnar 

 

Mál nr. BN040058

Skjalnr.

020244-4619 Valgeir Jónasson, Ofanleitisvegur 2, 900 Vestmannaeyjar

Valgeir Jónasson óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar vegna áættlana um að byggja húsnæði til ræktunar á holdakanínum.

Nefndin er hlynnt erindinu og mun taka húsið til frekari afgreiðslu þegar fullsægandi teikningar liggja fyrir.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997


Annað

10.

Höllin, Höllin sækir um staðsetningu á listaverki 

 

Mál nr. BN040059

Skjalnr.

480900-2780 Karató ehf, Strembugötu 13, 900 Vestmannaeyjar

Sigmar Georgsson f.h. Hallarinnar sækir um leifi til skipulags- og byggingarnefndar til að staðsetja útilistaverk eftir Grím Marinó norð/vestan við Höllina.

 

Nefndin samþykkir erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

Skæringur Georgsson

Stefán Óskar Jónasson

Stefán Þór Lúðvíksson

Helgi Bragason

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159