24.06.2004

Hafnarstjórn 24. júní 2004 Fundur

 

Hafnarstjórn 24. júní 2004

 

 


Fundur haldinn í hafnarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 24. júní 2004 í fundarsal hafnarstjórnar, en fundur hófst kl. 16.00.

Mættir:  Hörður Þórðarson, Valmundur Valmundsson, Skæringur Georgsson, Stefán Friðriksson, Jóhann Þorvaldsson, Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri, og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

 

Fyrir var tekið:

 

1. mál.

Gjaldskrá hafnarinnar

 

Hafnarstjóri leggur til eftirfarnadi breytingar á gjaldskrá.

 

Almenna gjaldskráin sem nú er í gildi hefur verið frá 1. júli 2003. Þjónustgjaldskrín hefur verið óbreytt frá 1. janúar 2003. Á síðustu 12 mánuðum hafa vísitölur hækkað sem hér segir

·         Lánskjaravísitala          3,19%

·         Byggingarvístala          4,97%

·         Launavísitala                                3,99%

Í þessari tillög er lagt til að gjaldskráin verðir með eftirfarandi hætti.

 

Við ákvörðun hafnargjalda samkvæmt stærð skipa skal miða við brúttótonnatölu skipa samkvæmt alþjóðlegu mælibréfi, sem gefið er út eftir ákvæðum alþjóðasamþykktarinnar um mælingu skipa frá 1969. Af öllum skipum skal greiða hafnargjöld til Vestmannaeyjahafnar ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.

 

Lestagjöld.

Af öllum skipum skal greiða lestagjald, kr. 7,75 á mælieiningu. Skip sem eru í reglubundnum strandflutningum greiða þetta gjald mest tvisvar í mánuði.

 

Bryggjugjöld.

Af öllum skipum sem leggjast við bryggju skal greiða k. 4,00 á mælieiningu fyrir hverj byrjaða 24 tíma sem skipið liggur bundið. Heimilt er að taka lesta- og bryggjugjald af fiskiskipum og minni bátum, sem mánaðargjald, kr. 50,82 á mælieiningu, en þó aldrei lægra en kr. 5.550 á mánuði. Bátar minni en 20 BT greiða þó aldrei lægra en kr: 3.632 á mánuði. Lægsta gjald fyrir hverja komu til hafnarinnar skal vera kr. 2.500.

 

Vörugjöld.

Vörugjald skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi á annað, innan takmarka hafnarinnar, þó með þeim undantekningum er síðar getur. Fyrir vörur sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til annarrar, innlendrar eða erlendrar, en eru látnar á land um stundarsakir (transit flutningur) skal greitt eitt vörugjald. Um vörugjald af flutningi ferjuskipa skal semja við ferjueiganda/ rekstraraðila sem innheimtir gjaldið ásamt flutningsgjaldi og stendur skil á því til hafnarinnar. Farþegar, bifreiðar þeirra og farangur eru undanþegnar vörugjaldi. Vörur undanþegnar vörugjaldi eru:

a) Umbúðir sem endursendar eru.

b) Kol,olía vistir og aðrar nauðsynjar skipa til eigin notkunar.

c) Almennar póstsendingar og farangur ferðamanna.

d) Úrgangur sem fluttur er til eyðingar.

Vörugjald skal reikna eftir þyngd eða verðmæti, með umbúðum og af hverri sendingu sérstaklega.

Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds. Skipstjóra eða afgreiðslumanni skips er skylt að láta fulltrúa hafnarinnar í té afrit af farmskrá. Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og þar segir.

 

Vörugjaldskrá:

  1. fl.: Gjald kr. 182,20 fyrir hvert tonn:

           Bensín, brennsluolíur, laust korn, salt, kísilgúr, þörungamjöl,

           Sement, áburður og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu.

  1. fl.: Gjald kr. 350,70 fyrir hvert tonn:

           Lýsi og fiskimjöl.

  1. fl.: Gjald 378,65 fyrir hvert tonn:

           Annar flutningur en sá sem getið er í 1. fl. Og 2. fl.

           Lágmarksgjald er kr 142.

  1. fl.: Gjald 1,28%.

           Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu

           eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið

           reiknast af heildarverðmæti aflans.

           Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast af

           helmingi heildarverðmætis.

           Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um

           keyptan afla mánaðarlega t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu.

           Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað.

           Kaupandi aflans innheimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur

           fyrir því til hafnarsjóðs þótt hann vanræki innheimtu þess.

           Þegar afli er fluttur út í gámum, sér sá sem sér um útflutningin

           um innheimtu aflagjalds og er ábyrgur fyrir því þótt hann

           vanræki innheimtu þess.

           Standa ber skil á greiðslu aflagjalds eigi sjaldnar en

           mánaðarlega.

           Hámarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 2.400 fyrir hvert

           tonn.

 

Farþegagjald:

Farþegagjald skal innheimt af farþegum skemmtiferðaskipa og skemmtibáta sem hafa afnot af hafnaraðstöðu Vestmannaeyjahafnar. Gjaldið verður kr. 200 fyrir hvern farþega og innheimtist frá og með  1. janúar 2005.

 

Siglingarverndargjald:

Af hverju skipi, sem leggst við verndaða hafnaraðstöðu skal greiða sérstakt öryggisgjald. Gjaldið er kr. 13.000 á hvert skip. Fyrir öryggisvöktun skal greiða tímagjald og er kr. 1.500 fyrir hvern öryggisvörð í dagvinnu og kr. 2.787 í næturvinnu. Lágmarkstími er 4 klst.

 

Þjónustugjaldskrá:

Hafnsögugjald:

Fyrir leiðsögu til hafnar, eða úr höfn.

Hafnsögugjald fyrir hverja ferð kr. 3,20 fyrir hverja mælieiningu.

Hafnsögugjald fast gjald kr. 2.220 fyrir hverja ferð.

Fyrir leiðsögn innan hafnar er tekið hálft gjald.

Ferð með hafnsögumann  kr. 7.771 í dagv. og kr. 14.777 í yfifv.

 

Aðstoð við skip innanhafnar. Lóðsinn.

0000 – 4000 Bt kr. 10.000

4001 – 6000 Bt kr. 15.000

6001 – 8000 Bt kr. 20.000  Hækkar síðan um kr. 5.000 fyrir hver 2000 Bt.

Fylgi dráttarbátur skipi til öryggis í eða úr höfn er tekið hálft gjald.

 

Festargjald.

Festargjald fyrir mann dagvinna kr. 2.528 og kr. 5.056 í yfirvinnu.

 

Vatn.

Vatn kr. 132 fyrir hvert tonn. Lægsta gjald kr. 660

Tengigjald vatns kr. 1.167 í dagvinnu og kr. 5.000 í yfirvinnu.

 

Rafmagn.

Rafmagn kr. 7,05 fyrir hverja kwst. til skipa.

Tengigjald rafmagns kr. 447 í dagvinnu og kr. 5.000 í yfirvinnu.

 

Vigtargjald.

Vigtargjald kr. 82 fyrir hvert tonn. Lægsta gjald kr. 492.

Yfirvinna vigtarmanns kr. 2.210 fyrir hverja klst.

Skráningargjald kr. 82 fyrir hvert tonn að 500 tonnum. Kr. 41 fyrir hvert tonn 501 til 1000 tonn og kr 8,10 fyrir hvert tonn yrfir 1000 tonn.

 

Sorpgjald.

Mánaðargjald vegna sorphirðu og sorpeyðingu.

Bátar undir 10 Bt kr. 800 á mánuði.

Bátar 10 til 100 Bt kr. 3.200 á mánuði.

Bátar 100 Bt og yfir kr. 6.400 á mánuði.

Sorplosun í hafnargáma kr. 2.893 hvert skipti.

Sorplosun sérferð í sorpu kr. 5.785 hver ferð.

Ef Gámaþjónustan kemur með sér gáma er verðið háð verði hennar.

 

Hafnarverðir.

Hafnarverðir við hreinsun og mengunarstörf kr. 2.787 fyrir hverja klst.

 

Hafnarbátar.

Léttir.

Þjónusta innan hafnar kr. 6.552 fyrir hverja klst. í dagvinnu.

Þjónusta innan hafnar kr. 10.086 fyrir hverja klst. í yfirvinnu.

Þjónusta utan hafnar kr. 9.939 fyrir hverja klst. í dagvinnu.

Þjónusta utan hafnar kr. 15.123 fyrir hverja klst. í yfirvinnu.

Lóðsinn.

Þjónusta innan hafnar kr. 12.012 fyrir hverja klst í dagvinnu.

Þjónusta innan hafnar kr. 16.825 fyrir hverja klst í yfirvinnu.

Þjónusta utan hafnar kr. 22.183 fyrir hverja klst í dagvinnu

Þjónusta utan hafnar kr. 26.991 fyrir hverja klst í yfirvinnu

Í yfirvinnu er lágmarksgjald fyrir hafnarbáta 2 klst.

Aðstoð við skip og báta utan hafnar er samið um sérstaklega.

 

Hafnarstjórn samþykkir breytingartillögur Hafnarstjóra varðandi gjaldskrá hafnarinnar.

 

 2. mál

Útskrift úr fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá 24 maí 2004, er varðar Almenna Byggingarfélagið.

 

3. mál

Erindi frá Eimskipafélaginu vegna merkingar á innsiglingu.

 

Hafnarstjórn vísar erindinu til Siglingarstofnunnar Íslands

 

4. mál

Bréf frá Fræðslu og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar þar sem óskað er eftir leyfi til að koma fyrir steinlistaverki á hafnarsvæðinu.

 

Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.  

 

5. mál

Svohljóðandi tillaga barst frá bæjarstjóra.

 

Hafnastjórn samþykkir að fela hafnarstjóra koma með tillögu að markaðssetningu Vestmannaeyjahafnar og fyrirtækja henni tengd í samráði við markaðsfulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Jafnframt skal lögð fram tillaga um markaðs-og kostnaðaráætlun á næsta fundi Hafnarstjórnar.

 

Greinargerð

Á fundi bæjarráðs með framkvæmdastjórum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna Vestmannaeyja kom skýrt fram að nauðsynlegt sé að kynna starfsemi og þjónustumöguleika Vestmannaeyjahafnar. Vestmanneyjabær hefur ráðið til sín öflugan fagaðila í markaðsmálum sem getur komið með tillögur um markaðssetningu og markhópa sem ná þarf til og jafnframt hvernig best sé að koma upplýsingum til núverandi og framtíðar viðskiptamanna hafnarinnar.

 

Hafnarstjórn samþykkir tillöguna

 

6. mál

Að beiðni bæjarstjóra var rætt um ástand langfærsluvanga Skipalyftunnar.

 

Hafnarstjórn felur Hafnastjóra að kanna ástandið og koma með tillögur að úrbótum sé þess þörf.

 

Fundi slitið kl 17:04

 

Vestmannaeyjum 24.06.2004

 

Hörður Þórðarson  (sign)

Skæringur Georgsson (sign)

Valmundur Valmundsson  (sign)                                       

Ólafur M. Kristinsson (sign)                    

Stefán Friðriksson (sign)

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri (sign)

Jóhann Þorvaldsson (sign)

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159