22.06.2004

Fundur verkefnisstjórnar um byggingu

 

Fundur verkefnisstjórnar um byggingu menningarhúss í Vm.

  

Reykjavík Þriðjudaginn 22. júní 2004.

 

 

Mættir: Andrés Sigmundsson. Þorgeir Ólafsson. Lúðvík Bergvinsson. Guðjón Hjörleifsson og Bergur E. Ágústsson.

 

Farið var yfir stöðu mála og kom eftirfarandi fram:

 

Þreifingar eru hafnar við framkvæmdarstjóra Ísfélags Vestmannaeyja. um hugsanleg kaup Vestmannaeyjabæjar á húsinu Strandvegur 23 (Salthúsið)

 

Tekin hafa verið sýni/borkjarnar úr veggjum og gólfi og send til Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins til rannsóknar. Að auki er verið að fara yfir burðarþolsútreikninga fyrir húsnæðið og er sú vinna á vegum Teiknistofu PZ.

 

Rætt hefur verið við eigendur Hallarinnar þar sem niðurstöður úr skýrslu Sögusmiðjunnar voru ræddar. Frekari viðræður verða að eiga sér stað áður en hægt er að fá niðurstöðu í málið eins og skýrsluhöfundar leggja til, jafnframt þarf verkefnisstjórnin að ræða málið frekar.

 

Myndlistarsalur Listaskólans hefur verið tekinn út og verið er að framkvæma kostnaðaráætlun fyrir nauðsynlegar framkvæmdir svo salurinn komist í gott ástand.

 

Verkefnisstjórnin er sammála um að formaður vinni fyrir stjórnina að frekari framgangi málsins og fyrir næsta fund liggi fyrir m.a ástand hússins (salthúsið) áætluð rýmisþörf fyrir söfnin og fl.

  

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

A. S.    (sign)

Þ. Ó.    (sign)

L. B.     (sign)

G.H.     (sign)

B. E. Á. (sign)

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159