11.06.2004

Menningarmálanefnd &

 
  Menningarmálanefnd

 

               

203. fundur menningarmálanefndar var haldinn í fundarsal Ráðhúss, föstud. 11. júní 2004 kl. 13.00.  Mætt voru Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður E.Vilhelmsson, Sigurgeir Jónsson, Andrés Sigurvinsson og Kristján Egilsson.

 

1. mál:

                Menningarmálanefnd þakkar undirbúningsnefnd sýningarinnar Maður og öngull fyrir vel unnin störf, sem og öðrum sem tóku þátt í uppsetningu hennar. 

 

2. mál:

                Rætt var um sýninguna Tyrkjaránið 1627.  Menningarmálanefnd fagnar frumkvæði aðstandenda sýningarinnar.  Jafnframt samþykkir nefndin tillögu framkvæmdastjóra að þeir fjármunir sem ætlaðir voru til verkefnisins Lifandi list renni til þessa verkefnis enda samræmist það fjárhagsáætlun nefndarinnar og kvöðum styrkveitingar.

 

3. mál:

                Menningarfulltrúi og framkvæmdastjóri greindu frá stöðu mála varðandi undirbúning goslokahátíðar.  Verði þörf á sérstakri gæslu vegna hátíðarinnar verður leitað til ÍBV um aðstoð.  Ákveðið hefur verið að minnast 40 ára afmælis Náttúrugripasafnsins á sama tíma.  Kristján kynnti hugmyndir um skipulag afmælishátíðarinnar.  Kristján vék af fundi.

 

4. mál.

                Hátíðahöld 17. júní rædd.  Dagskráin er tilbúin og verður með hefðbundnu sniði. 

 

5. mál.

                Umsókn hefur borist frá Sundfélagi ÍBV um sölutjald á Stakkó á 17. júní.  Nefndin hafnar erindinu á grundvelli þess að þau félög sem þátt taka í hátíðarhöldunum hafi forgang að veitingasölu á Stakkagerðistúni.

 

6. mál.

                Átaksverkefni sumarsins.  Menningarfulltrúi upplýsti um stöðu mála.

 

7. mál.

                Nefndin samþykkir að fela menningarfulltrúa að senda Hafnarstjórn erindi vegna staðsetningar listaverksins Lás í gabbró sem dagað hefur uppi á Stakkagerðistúni.

 

8. mál.

                Framkvæmdastjóri kynnti stöðu Stille øy verkefnisins.  Undirbúningur heimsóknar leikhópsins er á lokastigi.  Nefndin lýsir ánægju sinni með þá styrki sem fræðslu- og menningarsviðs hefur aflað til verkefnisins.

 

9. mál.

                Ræddar voru hugmyndir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um Jónsmessugöngu og uppákomur tengdar henni.  Menningarmálanefnd styður hugmyndina heilshugar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 14:30

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159