09.06.2004

Félagsmálaráð Fundur haldinn hjá félagsmálaráði

 

Félagsmálaráð

Fundur haldinn hjá félagsmálaráði Vestmannaeyja miðvikudaginn 9. júní kl. 12.00 í Ráðhúsinu.

 

Mætt voru: Steinunn Jónatansdóttir, Ágústa Kjartansdóttir, Auður Einarsdóttir, Sigrún Gísladóttir, Helga Björk Ólafsdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir og Guðrún Jónsdóttir

 

 

1. – 3. mál        Trúnaðarmál

 

4. – 5. mál        Barnaverndarmál

 

6. mál               Fyrir lá samantekt úr skýrslu til Barnaverndarstofu fyrir árið 2003.

 

Á árinu 2003 var unnið með málefni 46 fjölskyldna vegna 67 barna. Þar af voru 22 ný mál. Málum fjölgaði um tæp 40% frá árinu á undan og alls hefur barnaverndarmálum fjölgað um 131% frá árinu 2000 - þegar mál 29 barna voru á skrá - til ársins 2003.

Árið 2003 bárust 88 tilkynningar (samanborið við 128 tilkynningar árið 2002) og er fækkunin fyrst og fremst í tilkynningum frá lögreglu. Öðrum tilkynningum fjölgaði.

Frá lögreglu bárust 30 tilkynningar (88 árið á undan), frá skóla eða leikskóla 22 tilkynningar (18 árið 2002), 18 frá foreldrum barns og 5 frá ættingjum barns, samtals 23 frá aðilum nátengdum barninu (14 tilkynningar frá slíkum aðilum árið 2002). Þá bárust 8 tilkynningar frá heilbrigðisyfirvöldum en þær voru 3 árið 2002.

Helstu ástæður tilkynninga voru grunur um afbrot barns (30 tilkynningar, þ.m.t. allar skýrslur frá lögreglu), grunur um vanrækslu barns (19 tilkynningar) og grunur um áfengis-/ vímuefnaneyslu foreldra (13 tilkynningar). Tilkynningar voru einnig um ofbeldi gagnvart börnum (líkamlegt, andlegt, kynferðislegt), um neyslu barns á áfengi eða vímuefnum, hegðunarerfiðleika barns, skólasókn barns ábótavant, heimilisofbeldi og sjálfsvígstilraunir.

Í málum 25 barna var tekin ákvörðun um að hefja ekki könnun (þar af 19 mál á grundvelli lögregluskýrslna, þar sem gjarnan er um að ræða tilkynningar um minniháttar afbrot s.s. brot á útivistarreglum).  Í málum 48 barna var tekin ákvörðun um frekari könnun. Af þessum 48 málum var ekki talin ástæða til að aðhafast frekar í 14 málum og 13 voru enn á könnunarstigi í lok ársins. 21 mál leiddu því til frekari aðgerða, auk þeirra 19 eldri mála sem voru þegar í vinnslu en ekki barst nein tilkynning um á árinu. 

Þau stuðningsúrræði sem barnaverndarnefnd notaði voru leiðbeiningar til foreldra um uppeldi og aðbúnað (28 tilvik), barni eða fjölskyldu útvegaður tilsjónarmaður, persónulegur ráðgjafi eða stuðningsfjölskylda (14 tilvik), barni útvegaður viðeigandi stuðningur/ meðferð eða sumardvöl (9 tilvik), foreldrar aðstoðaðir við að leita sér meðferðar (8 tilvik), athvarfsdvöl (8 tilvik) og stuðlað að beitingu úrræða skv. öðrum lögum (t.d. lög um félagsþjónustu, málefni fatlaðra osfrv.) (9 tilvik). 3 börn voru í fóstri á árinu og 7 börn til viðbótar voru vistuð utan heimilis, á einkaheimilum eða stofnunum á vegum ríkisins. Allar þessar ráðstafanir voru gerðar með samþykki foreldra.  Ekki var gripið til neinna þvingunarúrræða eða úrskurða á árinu.

Í árslok var málum 28 barna lokið. Málum 2 barna hafði verið vísað til annarra nefnda en mál 37 barna voru enn í vinnslu.

Auk ofangreindra mála var veitt ráðgjöf í forsjár- og umgengnismálum, m.a. með tilvísun frá sýslumannsembætti en einnig að frumkvæði foreldra. Þá var einnig unnið í málefnum nokkurra barna í samvinnu við aðrar barnaverndarnefndir á landinu.

 

7. mál   Fyrir lá útskrift úr fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá 1. júní sl. ásamt bréfi frá           lögmönnum Vestmannaeyjum. Hönnu R. Björnsdóttur falið að koma erindinu á framfæri           við Hússjóð Öryrkjabandalagsins ásamt upplýsingum um mat á þörf á úrræðum í             húsnæðismálum fatlaðra.

 

 

FLEIRA EKKI BÓKAÐ. FUNDI SLITIÐ KL. 13.15.

 

Steinunn Jónatansdóttir

Ágústa Kjartansdóttir

Auður Einarsdóttir

Sigrún Gísladóttir

Helga Björk Ólafsdóttir

Hera Ósk Einarsdóttir

Guðrún Jónsdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159