04.06.2004

Landnytjanefnd Árið 2004, föstudaginn 4.júní

 
Landnytjanefnd

 

Árið 2004, föstudaginn 4.júní  kl. 12:00 haldinn fundur í Landnytjanefnd á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar

 

Mættir voru:
Ómar Garðarsson, Sæmundur Ingvarsson

Starfsmaður Frosti Gíslason

 

Fundargerð ritaði: Frosti Gíslason

1.mál. Vinnureglur vegna búfjárhalds

Landnytjanefnd samþykkir að fela framkvæmdastjóra Stjórnsýslu- og fjármálasviðs að móta reglur varðandi framkvæmd 6. gr. Búfjársamþykktar og  laga um búfjárhald o.fl. nr. 103/2002.

 

2.mál Bréf frá Valgeiri Jónassyni varðandi ræktun holdakanína

Valgeir óskar eftir leyfi til ræktunar holdakanína.

Nefndin samþykkir að óska eftir nánari upplýsingum frá bréfritar og í kjölfarið afstöðu til erindisins hjá umhverfisnefnd og skipulags- og byggingarnefnd og einnig er óskað eftir  umsögn frá Umhverfisstofnun um málið.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00

 

Fundargerð samþykkt:

 

Sign: ´

 

 

Ómar Garðarsson, Sæmundur Ingvarsson

Starfsmaður Frosti Gíslason

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159