02.06.2004

Skipulags- og byggingarnefnd -

 

Skipulags- og byggingarnefnd

Vestmannaeyja

TANGAGÖTU 1 902 VESTMANNAEYJUM  PÓSTHÓLF 340  SÍMI 488 5030  MYNDSENDIR 488 5031  KENNITALA 690269-0159

 

Árið 2004, miðvikudaginn 2. júní kl. 16:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1498. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, Tangagötu 1.

 

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Skæringur Georgsson, Stefán Óskar Jónasson,

Helgi Bragason og Friðbjörn Valtýsson

 

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál:

Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi og

Frosti Gíslason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Skipulagsmál

1.

Deiliskipulag "Bessahrauns 1-15", Athugasemdir sem bárust við auglýstri deiliskipulagstillögu fyrir Bessahraun 1-15 

 

Mál nr. BN040049

Skjalnr.

061074-3339 Magnús Sigurðsson, Hólagötu 10, 900 Vestmannaeyjar

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Bessahraun 1-15, var auglýst frá 16. apríl til 14. maí 2004.  frestur til athugasemda rann út þann 28. maí sl.  Alls barst  1 athugasemd við tillöguna.

 

 

Eftirfarandi athugasemd barst. dagsett 27.05.2004:

Undirrituð krefjast að breyting verði gerð á þeim drögum sem auglýst hefur verið. Undirrituð fara fram á að fjarlægð frá lóðarmörkum að sunnan verði 6 metrar en ekki 5 metrar eins og auglýst hefur verið.

Magnús Sigurðsson og Ester S. Helgadóttir

 

 

Nefndin fjallaði um innkomna athugasemd og eftirfarandi tillaga barst frá meirihluta skipulags- og byggingarnefndar, og var samþykkt af öllum nefndarmönnum.

 

   Í ljósi innsendra athugasemda lóðarhafa að Bessahrauni 13, og málavöxtu alla vegna umræddara lóðar, gerum við það að tillögu okkar að byggingarreitur Bessahrauns 13 verði færður til norðurs um einn metra.

   Þannig að fjarlægð frá lóðarmörkum að sunnan verði 6 m. í stað 5 m., byggingarreitur verði óbreyttur að öðru leyti hvað varðar stærð og legu austur-vestur.

   Ekki þarf að fara mörgum orðum um forsögu þessa máls. Mikil umræða og erfiðleikar við að koma umræddri byggingu af stað hafa sett skipulags- og byggingarnefnd í mikinn vanda.

   Alls kyns málamiðlanir hafa verið reyndar til að sætta ólík sjónarmið nágranna. Nú er svo komið að allir aðilar málsins hafa þurft að gefa nokkuð eftir sínum ýtrustu kröfum.

   Því teljum við i meirihluta nefndarinnar að umrætt deiliskipulag, með þeim breytingum, sem við leggjum nú til sé sanngjörn sáttatillaga með tilliti til hagsmuna allra þeirra, er hlut eiga að máli.

   Við teljum umrædda breytingu minniháttar, og því á valdi skipulagsnefndar og bæjarstjórnar að samþykkja deiliskipulagið svo framarlega, sem Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir.

 

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

 

 

 

 

 

Annað

2.

Strandvegur 6 "Skanssvæði", Sótt er um breytta notkun á húsnæði 

 

Mál nr. BN040050

Skjalnr.

040160-7449 Aldís Atladóttir, Foldahraun 40c, 900 Vestmannaeyjar

 

Aldís Atladóttir sækir um leyfi til skipulags- og byggingarnefndar, um breytta notkun á efri hæð dæluhúss Hitaveitu Suðurnesja að Strandvegi 6 á Skanssvæðinu frá 3. júní til 1. sept. 2004.

Einnig óskar hún eftir að setja upp 2 auglýsingarskilti tengd húsinu.

 

 

Nefndin samþykkir  breytta notkun á húsnæðinu tímabundið til 1. sept. næstkomandi.

Skilti skulu vera unnin og uppsett í samvinnu við menningarfulltrúa Vestmannaeyja.

Fyrir liggur samþykki vinnueftirlits, heilbrigðiseftirlits og eldvarnareftirlits um opnun frá 3. júní til 1. sept.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

 

 

 

Nýbyggingar

3.

Heiðarvegur 3, Sólskáli við Heiðarveg 3 

 

Mál nr. BN040045

Skjalnr.

050246-7369 Jón Ingi Guðjónsson, Helgafellsbraut 31, 900 Vestmannaeyjar

 

Jón Ingi Guðjónsson fyrirhugar að reisa sólskála yfir garðinn að Heiðarvegi 3 (Prófastinum) og óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til málsins.

 

Nefndin hafnar erindinu.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

 

 

 

 

 

4.

Ásavegur-Búastaðabaut, Staðsetning spennustöðvar 

 

Mál nr. BN040051

Skjalnr.

680475-0169 Hitaveita Suðurnesja hf , Tangagata 1, 900 Vestmannaeyjar

 

Friðrik Friðriksson f.h. Hitaveitu Suðurnesja í Vestmannaeyjum, óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar vegna fyrirhugaðrar byggingar á 6-10m2. spennistöð í hraunkantinum milli Ásavegs og Búastaðabrautar. Óskað er eftir tillögu að staðsetningu fyrir spennistöðina á umræddu svæði..

 

Nefndin er hlynnt erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara um framgang málsins.

Nefndin óskar eftir afstöðu umhverfisnefndar vegna staðsetningar.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

 

 

 

5.

Brattagata 31, Sótt um stækkun á bílskúrs við Bröttugötu 31 

(12.530.310)

Mál nr. BN030106

Skjalnr.

281271-4669 Annika V. Geirsdóttir, Bröttugötu 31, 900 Vestmannaeyjar

220875-5989 Jón Gísli Benónýsson, Bröttugötu 31, 900 Vestmannaeyjar

 

Jón Gísli Benónýsson óska eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja við bílskúr sinn að Bröttugötu 31 skv. meðfylgjandi uppdráttum frá Ágústi Hreggviðssyni húsasmíðameistara.

 

Nefndin samþykkir erindið.

Taka skal mið af 113. gr. byggingarreglugerðar 441/1998 sem kveður á um bílgeymslur.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjald kr.

 

 

 

6.

Smáragata 4, Sótt er um stækkun á svölum 

 

Mál nr. BN040046

Skjalnr.

030467-5239 Hafþór Halldórsson, Smáragata 4, 900 Vestmannaeyjar

 

Hafþór Halldórsson sækir um leyfi til skipulags- og byggingarnefndar um að framlengja svalir á húsi sínu að Smáragötu 4, samkvæmt innsendum uppdráttum.

 

Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki meðeigenda fasteignar.

Sérteikningum  skal skila inn eigi síðar en 30 júní n.k.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjald kr. 4.766 kr.

 

 

 

 

 

 

 

Bréf

7.

Innsent bréf, Oddur Björgvin Júlíusson vill svör hjá skipulags- og byggingarnefnd 

 

Mál nr. BN040010

Skjalnr.

010257-3879 Oddur Björgvin Júlíusson, Brekastígur 7b, 900 Vestmannaeyjar

 

Fyrir liggur bréf frá Oddi B. Júlíussyni dagsett 25.05.2004.

 

Nefndin hefur farið yfir innihald bréfsins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara bréfinu.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

 

8.

Innsent bréf, Oddur Björgvin Júlíusson vill svör hjá skipulags- og byggingarnefnd 

 

Mál nr. BN040010

Skjalnr.

010257-3879 Oddur Björgvin Júlíusson, Brekastígur 7b, 900 Vestmannaeyjar

 

Fyrir liggur bréf frá Oddi B. Júlíussyni dagsett 28.05.2004.

 

Nefndin hefur farið yfir innihald bréfsins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara bréfinu.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

 

 

Afgreiðsla BFTR

9.

Brekastígur 26, Ný utanhúsklæðning og gluggar 

 

Mál nr. BN040044

Skjalnr.

310550-3109 Runólfur Gíslason, Brekastíg 26, 900 Vestmannaeyjar

 

Runólfur Gíslason sækir um leyfi til að klæða hús sitt, Brekastíg 26, að utan með hvítu Aluzink bárujárni.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Runólfi Gíslasyni að klæða hús sitt að utan samkvæmt innsendum teikningum.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

Byggingarleyfisgjald kr. 4.766 kr.

 

 

 

10.

Búhamar 39, Sótt er um leyfi til að reisa þak yfir bílskúr að Búhamri 39 

 

Mál nr. BN040047

Skjalnr.

150754-5349 Guðjón Þorkell Pálsson, Búhamri 39, 900 Vestmannaeyjar

 

Guðjón Þorkell Pálsson sækir um leyfi til að reisa þak yfir bílskúr sinn að Búhamri 39, samkvæmt innsendum uppdráttum.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Guðjóni Pálsyni að reisa þak yfir bílskúr sinn að Búhamri 39, samkvæmt innsendum uppdráttum.

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159