13.05.2004

UMHVERFISNEFND 45. fundur fimmtudaginn 13.maí

 

UMHVERFISNEFND

45. fundur  fimmtudaginn  13.maí 2004.  kl. 17:00

Mættir voru:   Hallgrímur Rögnvaldsson og Sigurður Páll Ásmundsson. Embættismenn: Frosti Gíslason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs, Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri

Fundargerð ritaði: Frosti Gíslason

1.      mál
Bréf frá Náttúrustofu Suðurlands dagsett 11.mars 2004 um eflingu æðarvarps

Nefndin fagnar erindinu og gerir ekki athugasemdir fyrir fyrirhugað verkefni.

2.     mál
Bréf frá Umhverfisráðuneytinu varðandi dag Umhverfisins

Upplesið

3.     mál
Náttúruvísindadagur grunnskólanna

Fyrirhugað er að halda sameiginlegan náttúruvísindadag grunnskólanna í Vestmannaeyjum 21. maí n.k.  Aðaláherslan í ár verður á umhverfið. Ætlunin er að vekja bæjarbúa til vitundar um umhverfismál. Með því að tengja saman grunnskólana, atvinnulífið og samfélagið er hægt að lyfta  grettistaki í umhverfismálum í Vestmannaeyjum.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með þetta frumkvæði grunnskólanna og felur framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs að kynna starfsemi bæjarins í umhverfismálum.

4. mál
Olnbogi, Óskað eftir leyfi til að endurreisa stakkstæði við Olnboga

Sigurgeir Jónsson f.h. menningarmálanefndar Vestmannaeyja óskar eftir leyfi umhverfisnefndar til að fara í framkvæmdir á svæði við Olnboga og er afmarkað á meðfylgjandi afstöðumynd.
Þetta mál var 7.mál á fundi Skipulags- og byggingarnefndar, þann 4. maí 2004 og var samþykkt.
Nefndin samþykkir erindið

5.     mál
Skanssvæði, skilti og vatnspóstur á Skanssvæði 
Marinó Sigursteinsson f.h. Miðstöðvarinnar sækir um leyfi til umhverfisnefndar til að setja upp upplýsingarskilti og vatnspóst á Skanssvæði samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd og útlitsteikningu.
Þetta mál var 8.mál á fundi Skipulags- og byggingarnefndar, þann 4. maí 2004 og var samþykkt.
Nefndin samþykkir erindið og lýsir yfir ánægju með framtak Miðstöðvarinnar, framgangur málsins verður unninn í samvinnu við framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og menningarfulltrúa.

6.     mál:
Bréf frá Oddi Júlíussyni dagsett 29. apríl 2004.

Bréfið upplesið

7.     mál
Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 7. apríl 2004 um Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs, 9.mál af fundi bæjarráðs þann 19. apríl 2004.

Með bréfinu fylgir Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs þar sem fjallað er um hvaða markmiðum beri að stefna að varðandi meðhöndlun úrgangs og að sveitarfélög eigi að koma með sína eigin áætlun fyrir maí 2005. 
Nefndin felur framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs að koma með tillögur að áætlun um úrgangsmál sveitarfélagsins

8. mál
Grasagarður á Heimaey
Nefndinni hefur borist tillaga frá Gísla Óskarssyni um að útbúinn verði grasagarður með plöntum sem vaxa í Vestmannaeyjum.  Grasagarðurinn yrði sýnishorn af plöntuflóru Vestmannaeyja yrði til prýði og að auki gott kennslutæki fyrir nemendur og aðra.
Nefndin lýsir yfir ánægju með góða hugmynd og leggur til að garðyrkjustjóri komi með tillögur að útfærslu.

9.      mál
Frágangur á efnistökusvæðum og urðunarstöðum
Nefndin ræddi um mikilvægi þess að ganga vel um efnistökusvæði og leggur til að mótaðar verðir reglur um efnistöku.    Nefndin ræddi um frágang á Búastaðagryfju.
Nefndin felur framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs að koma með tillögur að reglum varðandi efnistöku og leggur áherslu að gengið verði vel um þær náttúruauðlindir sem eru í Eyjum.  Nefndin felur framkvæmdastjóranum að koma með tillögur að frágangsáætlun Búastaðagryfju.

10.mál Bréf frá Ágústi Halldórssyni, dagsett 7. apríl 2004 um réttarstæði
Nefndin gerir ekki athugasemdir við umrædda framkvæmd enda verði frágangur á réttarstæðinu til fyrirmyndar.  Verkið verði unnið í samráði við Umhverfis- og framkvæmdasvið.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 18:30.

Fundargerð samþykkt: sign Hallgrímur Rögnvaldsson, Sigurður Páll Ásmundsson
Bergur Elías Ágústsson, Frosti Gíslason

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159