10.05.2004

Fundur íþrótta- og æskulýðsráðs

 

Fundur íþrótta- og æskulýðsráðs haldinn í fundarsal Íþróttahússins 10. maí  2004  kl. 16.30.

Mættir voru:  Björn Elíasson, Jóhann F. Ragnarsson, Georg Skæringsson, Elliði Vignisson, Helga Björk Ólafsdóttir, Ólöf A. Elíasdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Andrés Sigurvinsson framkvæmdarstjóri fræðslu-og menningasviðs sat hluta fundarins

1.      mál.

Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komu að vinnu við verkefnið Eyjar á iði.

2.      mál

Umsóknir um störf flokksstjóra og yfirflokksstjóra í Unglingavinnunna.  Tvær umsóknir bárust um yfirflokksstjórastarfið, 31 sóttu um flokksstjórastörf.  Ráðið verður í 11.5 stöðu.  Formaður, varaformaður og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hafa farið yfir umsóknirnar.  Yfirmanni Unglingavinnunnar er falið að hafa samband við þá sem koma til greina við ráðningu. Nöfn þeirra flokksstjóra sem verða ráðnir, verða bókuð inn á næsta fundi ráðsins.

3.      mál.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram fundargerðir frá fundum um íþróttavellina og rekstur þeirra. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að koma athugasemdum við rekstraraðila í samræmi við umræður á fundinum.

4.      mál.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir málum sem hún er búin að vera að vinna að, Kofaleikvöllur, Stafgöngu, Ung i norden, átak KSÍ um sparkvelli, Eyjar á iði.  Íþrótta- og æskulýðsráð lýsir ánægju sinni með þessa vinnu.

5.      mál.

Götuleikhús við Unglingavinnuna í sumar, íþrótta- og æskulýðsráð lýsir áhuga á því að götuleikhúsi verði komið á innan Unglingavinnunnar. Málið rætt og framkvæmdarstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að koma með tillögu að útfærslu.  

6.      mál.

Bréf frá ÍSÍ, átakið Ísland á iði óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við að koma á fót göngu/skokkhóp fyrir almenning.

Íþrótta- og æskulýðsráð lýsir yfir áhuga á því að Vestmannaeyjabær vinni að því í samráði við Ísland á iði að koma á göngu- og skokkhóp fyrir almenning og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna að framgangi málsins.

7.      mál.

Bréf frá átakinu Ísland á iði “Hjólað í vinnuna” 17. – 28. maí.  Íþrótta-og æskulýðsráð skorar á Vestmannaeyinga að taka þátt í þessu átaki.  Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kynna átakið.

8.      mál

Handknattleiksráð karla ÍBV sækir um afnot af Íþróttamiðstöðinni 4. – 6. júní fyrir sýninguna Vor í Eyjum.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindið.

9.      mál

Námskeið fyrir flokksstjóra vikuna 1. – 4. júní. Drög að dagskrá voru kynnt.

10.  mál

Útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 27. apríl s.l. 6. mál, fyrir lá fundargerð skólamálaráðs frá 20. apríl sl.  Bæjarráð samþykkir fundargerðina með þeirri viðbót að íþrótta- og æskulýðsráð tilnefni tvo fulltrúa í starfshópinn í máli 15.c.

Íþrótta- og æskulýðsráð tilnefnir Helgu Börk Ólafsdóttur og Jóhann F. Ragnarsson.

11.  mál

Blómaafhendingar og móttökur.  Formanni og varaformanni er falið að gera drög að reglum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Fleira ekki gert fundi slitið kl.18.40

Björn Elíasson, Georg Skæringsson, Jóhann F. Ragnarsson, Helga Björk Ólafsdóttir,  Elliði Vignisson, Ólöf A. Elíasdóttir.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159