05.05.2004

Fræðslu-og menningarsvið Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjum,

 
Fræðslu-og menningarsvið
Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjum, kt. 690269-0159, sími 488-2000, fax 488-2002

201. fundur menningarmálanefndar var haldinn í fundarsal Ráðhúss, miðvikudaginn 5. maí 2004 kl. 17.00.

Mætt voru:  Sigríður Bjarnadóttir. Selma Ragrarsdóttir. Andrés Sigurvinsson. Sigurgeir Jónsson og Andrés Sigmundsson.

1. mál.

            Sýningarhald um sjómannadagshelgi.

Sýningin Maður og öngull hefst um sjómannadagshelgina  4. júní nk. og verður í Safnahúsinu og mun standa fram yfir goslokahátíð. Verið er að vinna að sýningunni og fleira tengt henni og verður gerð betri grein fyrir því fljótlega.

2. mál.

            Átaksverkefni í sumar og Blátindur.

Rætt var um átaksverkefni í sumar. Sótt hefur verið um fimm verkefni.  Fyrir lá verðáætlun vegna lagfæringa á bátnum Blátindi að upphæð 739.000. Nefndin samþykkir að vísa því máli til afgreiðslu bæjarráðs.

3. mál.

Ákvörðun um merkingar listaverka.

Nefndin samþykkir að fela Sigurgeir að ganga frá pöntun á skiltum. Kostnaður vegna þessa er um kr. 170.000.

4. mál.

Upplýsingaskilti við sjóveitutankinn.

Fyrir lá umsókn frá Marinó Sigursteinssyni Miðstöðinni ehf. um að setja upp upplýsingaskilti og vatnspóst við sjóveitutankinn á Skansinum.

Nefndin lýsir yfir ánægju og þakklæti fyrir þetta lofsamlega framtak.

5. mál.

            17. júní hátíðarhöld.

Rætt var um hátíðarhöldin og fram kom að þau verða haldin með svipuðu sniði og á síðasta ári. Meðal annars mun Rut Ingólfsdóttir og fleiri standa fyrir klassískum tónleikum í sal Tónlistarskólans að deginum til  og Rósalind Gísladóttir og fleiri verða með kabaretttónleika á sama stað um kvöldið.

6. mál.

Goslokahátíð og framkvæmd hennar.

Rætt var um goslokahátíðina sem verður haldin í sumar með hefðbundnu sniði þann 3. júlí. Nefndin bendir á að sækja verður um leyfi fyrir framkvæmd hátíðinnar.

7. mál.

Hugmyndasamkeppni um minjagrip.

Rætt var um hugmyndasamkeppni um minjagrip. Nefndin saþykkir að fela framkvæmdarstjóra fræðslu-og menningarsviðs frekari framgang málsins.

8. mál.

Fyrir lágu nokkur bréf er borist hafa til nefndarinnar.

Nefndin samþykkir að framkvæmdarstjóri fræðslu-og menningarsviðs svari bréfunum.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18.49.
Sigríður Bjarnadóttir
Selma Ragnarsdóttir
Andrés Sigurvinsdóttir
Sigurgeir Jónsson
Andrés Sigmundsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159