30.04.2004

Árið 2004, föstudaginn 30.

 

Árið 2004, föstudaginn 30. apríl  kl. 12:00 haldinn fundur í Landnytjanefnd á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar

Mættir voru:
Páll Scheving, Sæmundur Ingvarsson. Ómar Garðarsson.
Starfsmaður Frosti Gíslason og Sigurður Smári Benónýsson
Fundargerð ritaði: Páll Scheving

1.mál. Umsókn Valgeirs Arnórssonar um svæði til skógræktar.
Nefndin er hlynnt erindinu svo fremi að svæðið samkvæmt uppdrætti verði opið almenningi og að allar framkvæmdir á svæðinu verði unnar í samráði við umhverfis og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar.   Hólf no. 52, mun áfram vera notað til beitar.     
 
2.mál. Vetrarbeit hrossa
Nefndin samþykkir að beit hrossa sé stranglega bönnuð á Heimaey frá 15. janúar til 15. maí. Skal þessi samþykkt taka gildi 15. janúar 2005.
 
3.mál.  7. mál fundar bæjarráðs no. 2717, bréf frá Alþingi varðandi frumvörp til jarðalaga.
Nefndin gerir engar athugasemdir við þessi frumvörp.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.30
Fundargerð samþykkt:
Sign: Páll Scheving, Sæmundur Ingvarsson. Ómar Garðarsson.
Frosti Gíslason og Sigurður Smári Benónýsson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159