27.04.2004

Jafnréttisnefnd Fundur jafnréttisnefndar Vestmannaeyjabæjar haldinn

 

 

Jafnréttisnefnd

 

 

Fundur jafnréttisnefndar Vestmannaeyjabæjar haldinn í Ráðhúsinu 27. apríl 2004 kl. 17.30.

 

Mættir voru:  Gylfi Sigurðsson, Sigrún Gísladóttir, Jóhanna Reynisdóttir og Hera Einarsdóttir.

 

 

1. mál.              Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu dags. 2. apríl 2004. Jafnréttisstofa býður á norrænt málþing um samþættingu kynja og jafnréttissjónarmiða í norrænu samstarfi. Málþingið verður haldið á Akureyri þann 4. maí nk. Og leggur jafnréttisnefnd til að Hera Ósk Einarsdóttir sæki málþingið fyrir hönd jafnréttisnefndar.

 

2. mál               Lagt fram bréf frá ParX þar sem boðið er uppá framkvæmd launakönnunar hjá sveitarfélögum. Könnunin inniheldur m.a. greiningu launasetningar sveitarfélaga m.t.t. þess hvort kynbundinn launamunur er fyrir hendi hjá viðkomandi sveitarfélagi og ef svo er hversu mikill hann sé. Einnig er kannað hvernig launaákvörðunum er háttað og hvaða viðmið eru notuð til að ákvarða laun, hver meðal heildar-og dagvinnulaun starfsmanna eru greind eftir kyni, starfsviði, starfsheiti, aldri og starfshlutafalli. Slíkar launakannanir hafa m.a. verið framkvæmdar hjá Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Mosfellsbæ og Akraneskaupstað ásamt fleiri sveitarfélögum og er því hægt að bera saman niðurstöður slíkrar könnunar milli sveitarfélaga.

 

3. mál               Rætt um gerð jafnréttisáætlunar í framhaldi af 3. máli frá 15. mars sl. Einnig lögð fram jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar 2004 – 2007.

 

4. mál               Næsti fundur jafnréttisnefndar ákveðinn þriðjudaginn 25. maí 2004 kl. 17.00.

 

 

 

FLEIRA EKKI GERT.  FUNDI SLITIÐ KL. 18.00.

 

Gylfi Sigurðsson

Sigrún Gísladóttir

Jóhanna Reynisdóttir

Hera Einarsdóttir

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159