02.04.2004

Íþrótta- og æskulýðsráð Fundur íþrótta-

 

Íþrótta- og æskulýðsráð

Fundur íþrótta- og æskulýðsráðs haldinn í fundarsal Ráðhússins (kjallara) föstudaginn 2. apríl 2004 k. 12.15.

Mættir voru: Björn Elíasson, Jóhann F. Ragnarsson, Jóna Grétarsdóttir,  Helga B. Ólafsdóttir,  Sigþóra Guðmundsdóttir forstöðumaður Félagsheimilis og Ólöf A. Elíasdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

1.         mál.

Sumarstarf íþrótta- og æskulýðsráðs 2004 rætt.  Lagður var fram bæklingur um sumarstarfið og mappa með ýmsum upplýsingum um starf og starfsreglur Unglingavinnunnar.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir stafsreglur og starfslýsingar Unglingavinnunnar.

Unglingavinnan:

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að starfssemi Unglingavinnunnar hefjist 7. júní og ljúki 13. ágúst.

Unglingum úr 8. bekk verði gefinn kostur á vinnu í 15 tíma á viku í 5 vikur, mánudag til föstudags frá kl. 8.30 til 11.30.  Laun verði 321 kr. á klukkustund með orlofi.

Unglingum úr 9. bekk verði gefinn kostur á vinnu í 27 tíma á viku í 5 vikur,  mánudaga til fimmtudags 8.30 til 11.30 og 13.00 - 16.00, föstudaga 8.30 – 11.30.  Laun verði 363 kr. á klukkustund með orlofi.

Unglingum úr 10. bekk verði gefinn kostur á vinnu í 27 tíma á viku í 5 vikur,  mánudaga til fimmtudags 8.30 til 11.30 og 13.00 - 16.00, föstudaga 8.30 – 11.30. Laun verði 462 kr. á klukkustund með orlofi.

Yfirmanni Unglingavinnunnar er falið að auglýsa eftir yfirflokksstjóra og flokksstjórum nú í apríl.

 

Skólagarðar:

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gefa 4., 5. og 6. bekkingum kost á þátttöku í Skólagörðum.  Starfsemin hefst 8. júní,  þátttökugjald verður óbreytt  kr. 1500.

 

Kofaleikvöllur:

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gefa 4., 5. og 6. bekkingum kost á kofaleikvelli í júlí, þátttökugjald kr. 1500. Leitað verður eftir samstarfi við garðyrkjudeild, Húsasmiðjuna og Unglingavinnuna. Yfirmanni Unglingavinnunnar í samráði við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið framkvæmd málsins.

 

 

Spröngukennsla:

Samþykkt að leita eftir áframhaldandi samstarfi við Björgunarfélag Vestmannaeyja og kennslan verði frí. Yfirmanni Unglingavinnu falið að hafa samband við Björgunarfélag Vestmannaeyja.

 

Útivistar- og ævintýranámskeið:

Samþykkt að gefa 7. og 8. bekkingum kost á útivistar- og ævintýranámskeiði ef næg þátttaka fæst. Tvö námskeið það fyrra 28. júní – 9. júlí og það seinna 12. – 23. júlí.  Þátttökugjald verði 1500 kr .  Í framhaldi af umræðu um námskeiðið er yfirmanni Unglingavinnunnar falið framgang málsins.

 

 

2.         mál.

Framsent erindi frá Magnúsi Jónassyni Reykjavík, f.h. Jakanna, um uppsetningu skautasvells í Vestmannaeyjum. 

Íþrótta- og æskulýðráð þakkar fyrir bréfið og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að ræða við bréfritara og Hokkýfélagið Jakana.

 

3.         mál.     

Erindi frá íþróttadeild lögreglunnar í Vestmannaeyjum um afnot af einum eða tveimur íþróttasölum Íþróttmiðstöðvarinnar, dagana 21. og 22 maí n.k. fyrir Landsmót lögreglumanna í knattspyrnu hér í Eyjum.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni Íþróttamiðstöðvarinnar að ganga frá málinu.

 

4.         mál.

Bréf frá Sundfélagi ÍBV, um breyttan æfingartíma.

Íþrótta- og æskulýðsráð er hlynnt erindinu og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og ´    forstöðumanni Íþróttamiðstöðvarinnar að hafa samband við bréfritara.

      

 

      Önnur mál.

 

      Fundi slitið kl. 13.45.

 

       Björn Elíasson                              

       Jóhann F. Ragnarsson

       Jóna Grétarsdóttir

       Helga B. Ólafsdóttir

       Sigþóra Guðmundsdóttir

       Ólöf A. Elíasdóttir

    

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159