31.03.2004

Fræðslu-og menningarsvið Ráðhúsinu, 902

 

 

 

Fræðslu-og menningarsvið

      Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjum, kt. 690269-0159, sími 488-2000, fax 488-2002

 

 

                                   Menningarmálanefnd

 

199. fundur menningarmálanefndar var haldinn í kaffistofu Ráðhússins, miðvikud. 31. mars 2004 kl. 17.00.  Mætt voru Selma Ragnarsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður E. Vilhelmsson, Sigurgeir Jónsson, Andrés Sigurvinsson og Nanna Þ. Áskelsdóttir

 

1. mál.

                Í ljós hefur komið að farist hefur fyrir að ganga frá ráðningu Höllu Einarsdóttur við Ljósmyndasafn Vestmannaeyja.  Nefndin samþykkir að fela forstöðumanni Safnahúss að ganga frá ráðningunni enda er gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun bæjarins.  Jafnframt samþykkir nefndin að Halla verði fastráðin í 50% starf við Bókasafn Vestmannaeyja frá 1. júní 2004.

 

2. mál.

                Lögð voru fram tvö bréf frá Oddi Júlíussyni.  Nefndin þakkar bréfritara ábendingarnar og felur menningarfulltrúa að koma ábendingunum til réttra aðila.  Nanna vék af fundi.

 

3. mál.

Þrjár umsóknir bárust um starfslaun bæjarlistamanns.  Nefndin mun kynna sér umsóknirnar og verður endanlegt val tilkynnt á sumardaginn fyrsta.

 

4. mál.

                Tillaga kom frá Andrési og Sigurgeir að útnefndur verði heiðurslistamaður Vestmannaeyja um leið og tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni.  Nefndin samþykkir tillöguna og felur flutnings-mönnum að ljúka málinu.

 

5. mál.

Fjórar hljómsveitir sóttu um að verða fulltrúar Vestmannaeyja á Götu-festivali í Færeyjum í sumar.  Nefndin samþykkir að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar verði hljómsveitirnar Hoffman og Jazzhljómsveit Hafdísar Víglunds.  Ferðastyrkir hafa fengist auk þess sem tónlistarfólkið mun greiða hluta ferðakostnaðar.  Kostnaður við ferðina mun því rúmast innan fjárhagsáætlunar nefndarinnar.

 

6. mál.

Lagt var fram erindi frá Skapta Erni Ólafssyni um styrk vegna jazztónleika í Vestmannaeyjum þann 1. apríl.  Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um 25.000 krónur.

 

7. mál.

                Rætt var um stefnumótun til framtíðar í menningar- og safnamálum Vestmannaeyja.  Nefndin telur eðlilegt að farið verði í slíka vinnu í tengslum við undirbúning Menningarhúss Vestmannaeyja og væntir þess að eiga gott samstarf við undirbúningsnefnd menningarhússins um málið.

 

8. mál.

                Sigurgeir tilkynnti að verkefnið Stille øy fékk styrk að upphæð 300.000 kr. úr menningar-borgarsjóði.  Þá greindi Andrés frá því að hann hefur verið skipaður af menntamálaráðuneytinu sem varamaður í stjórn Barnamenningarsjóðs.

 

9. mál.

                Andrés ræddi möguleika á að fá til Vestmannaeyja a.m.k. hluta sýningar á verkum Júlíönu Sveinsdóttur sem sett var upp í Listasafni Íslands í fyrra.  Nefndin felur forstöðumanni Safnahúss að kanna möguleika á slíkri sýningu í samvinnu við framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið 18:45

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159