30.03.2004

Skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja TANGAGÖTU 1

 

Skipulags- og byggingarnefnd

Vestmannaeyja

TANGAGÖTU 1 902 VESTMANNAEYJUM  PÓSTHÓLF 340  SÍMI 488 5030  MYNDSENDIR 488 5031  KENNITALA 690269-0159

 

Árið 2004, þriðjudaginn 30. mars kl. 17:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1495. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

 

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Skæringur Georgsson, Stefán Óskar Jónasson,

Helgi Bragason, Guðríður Ásta Halldórsdóttir og Friðbjörn Valtýsson formaður nefndarinnar.

 

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál:

Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi og

Frosti Gíslason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Skipulagsmál

1.

Deiliskipulag, Kynning á deiliskipulags tillögu fyrir Bessahraun 1-15 

 

Mál nr. BN040023

Skjalnr.

690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar

 

Nýtt deiliskipulag fyrir Bessahraun 1-15, unnið af Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar, er nú lagt fyrir skipulags- og byggingarnefnd til samþykktar.

 

Nefndin samþykkir skipulagstillöguna en leggur til að gerðar verði smávægilegar orðalagsbreytingar í samræmi við umræður á fundinum.

 

 

Bókun:

Skipulagsnefnd hefur á fundum sínum ítrekað samþykkt byggingaleyfi vegna Bessahrauns 13, hefur þar verið gert ráð fyrir að byggingarreitur væri 16 x 20 m.  Bæjarstjórn hefur hafnað ákvörðun meirihluta Byggingarnefndar og óskað eftir að svæðið væri deiliskipulagt.   Á síðasta fundi skipulagsnefndar var samþykkt að lagt yrði upp með að byggingarreitur á deiliskipulagi væri 16 x 20 m en fyrir fundinum er nú tillaga um að reiturinn verði 15 x 20 m.  Bæjarstjórn hefur ekki viljað fylgja leiðbeiningum Bygginganefndar og vill nú þvinga bygginganefnd til að samþykkja erindi sem er í andstöðu við fyrri samþykktir nefndarinnar, á það getum við ekki fallist og kjósum að vera á móti þessari tillögu sem nú liggur fyrir enda er hún í andstöðu við fyrri ályktanir meirihluta Bygginganefndar.

Helgi Bragason

Guðríður Ásta Halldórsdóttir

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15

Skæringur Georgsson

Stefán Óskar Jónasson

Helgi Bragason

Guðríður Ásta Halldórsdóttir

Friðbjörn Valtýsson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159