17.03.2004

Félagsmálaráð Fundur haldinn hjá félagsmálaráði

 

 

Félagsmálaráð

Fundur haldinn hjá félagsmálaráði Vestmannaeyja miðvikudaginn 17. mars 2004 kl. 17.15 í Ráðhúsinu.

 

Mætt voru: Steinunn Jónatansdóttir, Svava Bogadóttir, Sigrún Gísladóttir, Ágústa Kjartansdóttir,

Helga B. Ólafsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Hera Einarsdóttir.

 

 

1. – 10. mál      Trúnaðarmál

 

11. mál             Í framhaldi af 11. máli fundar félagsmálaráðs 3. mars sl. gerði framkvæmdastjóri  grein fyrir þeim upplýsingum sem óskað var eftir vegna endurskoðunar á reglum um fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. Helstu breytingar í drögunum við endurskoðun reglnanna varðar heimildir til forráðamanna barna vegna sérstakra aðstæðna, námsstyrkir að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, greiðsla sérfræðiaðstoðar og aðstoð vegna sérstakra erfiðleika. Í drögunum er einnig um að ræða breytingar sem felast í þrengingu á skilyrðum sem sett eru fyrir fjárhagsaðstoð, m.a. varðandi rétt sveitarfélagsins til lækkunar grunnaðstoðar og sérákvæði vegna atvinnurekenda og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Drög að nýjum reglum eru byggðar á leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins varðandi reglur sveitarfélaga  um fjárhagsaðstoð og lagt til að þær taki gildi 1. apríl 2004.

                        Félagsmálaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

 

12. mál             Í framhaldi af 2. máli fundar félagsmálaráðs frá 14. janúar 2004 gerði Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi grein fyrir framlögðum reglum um könnun og meðferð barnaverndarmála hjá starfsmönnum félagsmálaráðs Vestmannaeyja ásamt drögum að umboði til starfsmanna varðandi könnun og meðferð barnaverndarmála. Reglurnar eru settar skv. 3. mgr. 14. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Félagsmálaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

 

13. mál             Framkvæmdastjóri lagði fram greinargerð um stöðu forvarnaráætlunar félags- og fjölskyldusviðs fyrir árin 2003 – 2005 ásamt verkáætlun fyrir árið 2004. Félagsmálaráð samþykkir áætlunina og verkáætlun ársins 2004.

 

14. mál             Lagt fram bréf frá líknarfélaginu Forgjöf vegna verkefnisins “Ég er húsið mitt”

                        Félagsmálaráð samþykkir að styrkja verkefnið með styrk að upphæð kr: 77.000,- vegna framleiðslu, pökkunar og dreifingar til allra 4 og 8 ára barna í Vestmannaeyjum. Verkefninu er ætlað að virkja og aðstoða uppaldendur við sjálfstyrkingu barna á aldrinum 4 – 11 ára. Vestmannaeyjabær hefur tekið þátt í þessu verkefni frá árinu 1999 og er það hluti þeirra forvarnaráætlunar félags-og fjölskyldusviðs sem gildir til ársloka 2005. Styrkur þessi rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar.

 

15. mál             Ársskýrsla Barnaverndarstofu vegna ársins 2002 lögð fram.

 

16. mál             Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir 4. ráðstefnu Íslensku menntasamtakanna sem fram fer 9. – 11. ágúst nk. Undir yfirskriftinni “Meaningful Education for the 21st century: Bringing Posistive Practices into classroom and Home”

 

 

FLEIRA EKKI BÓKAÐ. FUNDI SLITIÐ KL. 19.30

 

Steinunn Jónatansdóttir

Svava Bogadóttir

Sigrún Gísladóttir

Ágústa Kjartansdóttir,

Helga B. Ólafsdóttir

Guðrún Jónsdóttir

Hera Einarsdóttir.

 

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159