04.03.2004

Íþrótta- og æskulýðsráð Fundur haldinn

 

Íþrótta- og æskulýðsráð

Fundur haldinn í fundarsal  Ráðhússins, fimmtudagur 04. mars   2004 klukkan 17.00.

Mættir voru: Björn Elíasson, Elsa Valgeirsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Jóna Björk Grétarsdóttir,  Helga Björk Ólafsdóttir, Vignir Guðnason, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar og Ólöf A. Elíasdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Andrés Sigurvinsson kom á fundinn.

Auk þess sat fundinn Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri, Selma Ragnarsdóttir frá stjórn Hússins og Hermann Einarsson frá Vestmannaeyjadeild RKÍ.

1. mál.
Íþrótta- og æskulýðsráð býður nýjan íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Ólöfu A. Elíasdóttur v velkomna  til starfa og um leið þakkar Guðmundi Þ.B. Ólafssyni mjög vel unnin störf.

2. mál.
Í framhaldi af 4. máli fundar ráðsins frá 19. desember 2003 lá fyrir eftirfarandi tillaga að auknum opnunartíma sundlaugar:

Vetrartími 1.september – 31.maí

Virka daga
Morguntímar frá kl. 6.30 – 8.30.
Frá hádegi kl. 12.00 – 21.00, frá kl. 13.00 ein braut opin.

Helgar
Laugardaga frá kl. 09.00 – 17.00
Sunnudaga frá kl. 09.00 – 17.00

Sumartími 1. júní – 31. ágúst

Alla virka daga frá kl. 06.30 – 21.00
Laugardaga frá kl. 09.00 – 18.00
Sunnudaga frá kl. 09.00 – 18.00
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillöguna.

3. mál.
Rætt um gjaldskrá sundlaugar.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir gjaldskráhækkun 220 kr. fyrir fullorðna eitt skipti og 110 kr. fyrir börn í eitt skipti.  Afsláttarkort  fyrir fullorðna 10 miðar 1800 kr., 30 miðar 4.300 kr. Afláttarkort fyrir börn 10 miðar 650 kr.  Árskort fyrir fullorðna 19.500 kr. og 6.mánaðarkort 10.000 kr.  Leigur á sundfötum og handklæðum 220 kr.

4. mál.
Íþrótta- og æskulýðsráð  samþykkir að gefa bæjarbúum kost á að leigja sér afnot af  badmintonvöllum á sunnudögum.

Forstöðumanni og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið framgöngu málsins.

5. mál.
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi kynnti hugmyndir að verkefninu Eyjar á iði.

Íþrótta- og æskulýðsráð fagnar  hugmyndinni og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar að vinna frekar að málinu.

6. mál.
Lagðar voru fram vinnureglur vegna úthlutunar aðgöngu miða til íþróttafólks vegna líkamsræktar í íþróttamiðstöðinni og Hressó.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar.

7. mál.
Kynntar voru hugmyndir garðyrkjustjóra  um starfsemi Unglingavinnunnar í sumar.

Íþrótta- og æskulýðsráð lýsir ánægju sinni með hugmyndirnar.

8. mál.
Í framhaldi af 10 máli ráðsins frá 31. október 2003 minnir íþrótta- og æskulýðsráð á að tillaga að breytti reglugerð fyrir ráðið er óafgreidd, en bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum 3. nóvember 2003 sbr. 16. mál.

9. mál. 
Í framhaldi af 1. máli seinasta fundi ráðsins bendir Íþrótta- og æskulýðsráð á að gert var ráð fyrir kaupum á nýrri sláttuvél fyrir íþróttavelli. Bent var á að kostnaður vegna kaupa á sláttuvél sem og kostnaður við deiliskipulag ætti að falla út af rekstri íþróttavalla.

Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að kostnaður við deiliskipulag falli á íþróttavelli.

Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir aukafjárveitingu til kaupa á nýrri sláttuvél að upphæð kr. 2.000.000 enda er það nauðsynlegt til að stefna rekstri íþróttavalla ekki í óvissu.

Núverandi tækjakostur er mjög lélegur eins og upplýst var í fundargerðum seinasta árs vegna reksturs íþróttavalla.

10. mál.
Húsið, Selma Ragnarsdóttir gerði grein fyrir stofnun Hússins, hvernig starfssemin hefur farið af stað.  Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri sagði frá hugmyndum RKÍ um áframhaldandi starfssemi þar sem Vestmannaeyjabær og Vm.deild RKÍ kæmi inn í reksturinn.  Hermann Einarsson sagði frá hugmyndum Vm.deildar RKÍ um hvernig deildin gæti komið inn í reksturinn.  Frumskilyrði fyrir aðkomu RKI að málefninu er að starfseminni verði tryggður starfsgrundvöllur til framtíðar með þeim hætti að Vestmannaeyjabær tæki yfir starfseminni að samningstíma loknum, haustið 2005.

Íþrótta- og æskulýðsráð lýsir ánægju sinni með tilkomu Hússins og mælir eindreigð með því að starfsemin fyrir þennan mikilvæga málaflokk verði tryggð til frambúðar. Jafnframt þakkar ráðið Rauðakrossinum fyrir mikilvægan stuðning við verkefnið.

11. mál.
Fyrir lá útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 17. febrúar s.l. 8. mál, vegna bréfs frá Ungmennafélaginu Óðni. 

Bréfið lagt fram til upplýsingar. Málið er í frekari vinnslu hjá bæjarstjóra.

12. mál.
Fyrir lá útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 22. janúar s.l. 7. mál, vegna bréfs frá menntamálaráðuneytinu vegna “Evrópuárs menntunar með iðkun íþrótta”.

13. mál.
Fyrir lá útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 9. febrúar s.l. 5. mál, vegna bréfs og skýrslu frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands um íþróttaiðkun án endurgjalds.

14. mál.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir ráðstefnunni Stelpurnar okkar ! sem fjallaði um íþróttaumhverfi stúlkna á Íslandi og þætti sem hafa áhrif á íþróttaþátttöku.

15. mál.
Fyrir lá útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 1. mars s.l. 3. mál, vegna starfslýsingu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að í kaflanum megin viðfangsefni falli út “Hann hefur yfirumsjón með rekstri íþróttamannvirkja.”

16. mál.
Fyrir lá bréf frá Leikfélagi Vestmannaeyja frá 2. febrúar 2004 varðandi samstarfs við aðra starfssemi í  Félagsheimilinu. Einnig lá fyrir svarbréf  Sigþóru Guðmundsdóttur varðandi sama mál  dags. 6. febrúar 2004.

Framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að ganga frá málinu.

17. mál.
Eftirlitsmyndavélar í sundlaug Vestmannaeyjabæjar.  Málinu vísað til umhverfis-og framkvæmdasviðs til nánari útfærslu.

18. mál.
Tekið var fyrir bréf frá Óðni Hilmarssyni.

Erindið mjög áhugavert en beiðnin rúmast ekki innan fjárhagsáætlunarinnar.  Erindinu vísað til bæjarráðs.

Rætt var um útivistarsvæðið við Sundlaug Vestmannaeyja og var Ólöfu A. Elíasdóttur íþrótta og æskulýðsfulltrúa og Vigni Guðnasyni falið að kanna málið nánar og bent á samþykkt íþrótta og æskulýðsráðs frá 19. des sl.

Fleira ekki bókað, fundi slitið klukkan 19.40

Björn Elíasson, Sigríður Bjarnadóttir, Jóna Björk Grétarsdóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Helga Björk Ólafsdóttir, Bergur Elías Ágústsson, Vignir Guðnason, Ólöf A. Elíasdóttir. Andrés Sigurvinsson.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159