03.03.2004

Fræðslu-og menningarsvið Ráðhúsinu, 902

 
Fræðslu-og menningarsvið

 Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjum, kt. 690269-0159, sími 488-2000, fax 488-2002

Fundargerð

197. fundur menningarmálanefndar var haldinn í fundarsal Ráðhúsi, miðvikud. 3. mars 2004 kl. 17:00.  Mætt voru Sigríður Bjarnadóttir, Selma Ragnarsdóttir, Sigurður E. Vilhelmsson, Andrés Sigurvinsson, Sigurgeir Jónsson og Nanna Þ. Áskelsdóttir.

1. mál.
Nanna kynnti umsækjendur um stöðu bókavarðar.  Samþykkt var að boða þá fjóra umsækjendur sem töldust hæfastir, í viðtal.  Nanna vék af fundi.

2. mál.
Menningarmálanefnd samþykkti að auglýsa eftir umsóknum um starfslaun Bæjarlistamanns Vestmannaeyja skv. reglum þar að lútandi.

3. mál.      
Sigurgeir fór yfir tillögur að átaksverkefnum sumarið 2004 og möguleika á fjármögnun þeirra.

4. mál.
Tilboð vegna tónleika á goslokahátíð í sumar.  Sigurgeir kynnti tilboð um barokktónleika söngkonunnar Anne Taranto ásamt lútu- og flautuleikara.  Nefndin felur menningarfulltrúa að gera tónlistafólkinu gagntilboð sem rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar goslokahátíðar.

5. mál.
Vestmannaeyjabæ býðst að senda fulltrúa á Tónleikahátíð í Götu í Færeyjum í júlí í sumar.  Menningarmálanefnd samþykkir að auglýsa eftir fulltrúum og felur menningarfulltrúa að vinna áfram að málinu.  Þá hafa Götumenn lýst áhuga á að senda fulltrúa sína á tónleikahátíðina Allra veðra von.

6. mál.
Sigurgeir kynnti styrkumsókn frá hljómsveitinni Titan.  Menningarmálanefnd samþykkir að veita hljómsveitinni styrk að upphæð 25.000 krónur enda rúmist upphæðin innan fjárhagsáætlunar nefndarinnar.

Þá var kynnt erindi frá Óðni Hilmissyni.  Menningarmálanefnd lýsir ánægju með erindið og þær hugmyndir sem þar koma fram, en telur það ekki falla undir starfssvið nefndarinnar.  Nefndin telur erindið eiga heima hjá íþrótta- og æskulýðsráði.

Að lokum var kynnt erindi frá Jakobi S. Erlingssyni.  Nefndin telur verkefnið mjög áhugavert.  Því miður rúmast styrkupphæðin ekki innan fjárhagsáætlunar nefndarinnar og vísar hún því erindinu til bæjarráðs en bendir á að erindið ætti sennilega best heima undir Nýsköpunarstofu.

7. mál.
Sigurgeir kynnti niðurstöður athugunar um æviskrárritun Vestmannaeyinga.  Fyrir liggur tilboð um kaup á nafna- og upplýsingaskrá um Vestmanneyinga frá 1890 til 1972 og kostar verkið 800.000 krónur.  Kaupin rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar nefndarinnar og vísar nefndin því málinu til bæjarráðs.

Sigurgeir kynnti gang athugana vegna erindis Odds Júlíussonar um skreytingar mannvirkja.  Eigendur mannvirkjanna hafa tekið vel í hugmyndina en þar sem endanlegt skipulag svæðanna liggur ekki fyrir þykir eðlilegt að bíða með framkvæmdir þar til þeirri vinnu er lokið.

Önnur mál.

Lagt var fram bréf frá Oddi Júlíussyni vegna listaverka úr verkefninu Hraun og menn.  Menningarfulltrúa falið að svara bréfritara.

Sigurgeir kynnti erindi frá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar þar sem farið er fram á styrk til útgáfu sögukorts Suðurlands.  Nefndin telur æskilegt að Vestmannaeyjabær taki þátt í þessu verkefni.  Því miður rúmast styrkupphæðin ekki innan fjárhagsáætlunar Menningarmálanefndar og vísar hún því erindinu til bæjarráðs.

Lagt var fram erindi Leikfélags Vestmannaeyja varðandi félagsheimilið.  Nefndin telur mál þetta heyra undir íþrótta- og æskulýðsráð.

Fundi slitið 18:55

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159