03.03.2004

Félagsmálaráð Fundur haldinn hjá félagsmálaráði

 

 

Félagsmálaráð

Fundur haldinn hjá félagsmálaráði Vestmannaeyja miðvikudaginn 3. mars 2004 kl. 17.15 í Ráðhúsinu.

 

Mætt voru: Steinunn Jónatansdóttir, Svava Bogadóttir, Sigrún Gísladóttir, Ágústa Kjartansdóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Thelma Gunnarsdóttir, Jón Pétursson og Hera Einarsdóttir.

 

 

1. – 5. mál        Trúnaðarmál

 

6. – 9. mál        Barnavernd

 

10. mál             Rætt um niðurgreiðslu daggæslu barna í heimahúsi fyrir námsmenn. Félagsmálaráð samþykkir að niðurgreiðslur til sambúðarfólks, þar sem annað foreldrið er í námi verði 5% lægri en til foreldra sem báðir eru í námi  eða kr. 2.565 á mánaðarklukkustund.

 

11. mál             Farið yfir drög að reglum um fjárhagsaðstoð. Framkvæmdastjóra falið að afla nánari upplýsingar og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

 

12. mál             Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir rannsóknarverkefni til meistaranáms sem Halldór Sig. Guðmundsson vinnur að á sviði barnaverndar. Halldór óskar eftir samstarfi við barnaverndir  11 sveitarfélaga, þar á meðal Vestmannaeyjabæjar varðandi fyrirlögn spurningalista fyrir foreldra, börn, kennara og starfsmenn í barnavernd.  Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti þátttöku í verkefninu að fengnu samþykki viðkomandi foreldra.

 

13. mál             Spilakvöld bæjarfulltrúa og félagsmálaráðs verður haldið á Hraunbúðum 18. mars nk. kl. 20.00

 

14. mál             Lagt fram til kynningar dagskrá ráðstefnu um málefni fatlaðra  undir yfirskriftinni “Góðar fyrirmyndir” sem fram fer þann 26. mars nk.

 

15. mál             Lagt fram til kynningar dagskrá 12. evrópuráðstefnu um félagslega þjónustu sem fram fer í Dublin dagana 16. – 18. júní nk.

 

FLEIRA EKKI GERT. FUNDI SLITIÐ KL. 19.00.

 

Steinunn Jónatansdóttir

Svava Bogadóttir

Sigrún Gísladóttir

Ágústa Kjartansdóttir

Elsa Valgeirsdóttir

Thelma Gunnarsdóttir

Jón Pétursson

Hera Einarsdóttir.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159