02.03.2004

Skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja

 

 

Skipulags- og byggingarnefnd

Vestmannaeyja

TANGAGÖTU 1 902 VESTMANNAEYJUM PÓSTHÓLF 340 SÍMI 488 5030 MYNDSENDIR 488 5031 KENNITALA 690269-0159

Árið 2004, þriðjudaginn 2. mars kl. 16:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja

1494. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Stefán Óskar Jónasson, Stefán Þór Lúðvíksson, Hallgrímur

S Rögnvaldsson, Guðríður Ásta Halldórsdóttir og Friðbjörn Valtýsson

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál:

Sigurður Smári Benónýsson Skipulags- og byggingarfulltrúi.

Frosti Gíslason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs

Þetta gerðist:

Annað

1.

Skilti, Eyjamyndir óska eftir leyfi til að setja

upp tvö auglýsingaskilti

Mál nr. BN040016

Skjalnr.

510399-2699 Eyjamyndir ehf., Faxastígur 33, 900 Vestmannaeyjar

Eyjamyndir óska eftir leyfi til að setja upp tvö auglýsingaskilti fyrir ferðamenn.

1) Skilti á planinu við Eldfell, stærð 110 x 120cm.

2) Skilti á gatnamótum Hilmisgötu og Vestmannabraut gengt

Viðey, stærð 110 x 120cm.

Nefndin samþykkir erindið, leyfið er veitt tímabundið frá 1 maí til 30 sept. 2004.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjald kr. 4.576kr

2.

Skilti, Fyrirtæki að Kirkjuvegi 23 óska eftir leyfi

til að setja upp auglýsingarskilti á suðurgafl og

í glugga.

Mál nr. BN040017

Skjalnr.

711296-3289 Teiknistofa Páls Zóphóníass ehf , Kirkjuvegi 23, 900

Vestmannaeyjar

PZ ehf. fyrir hönd fyrirtækja að Kirkjuvegi 23 óskar eftir leyfi til að staðsetja 150

x 300cm auglýsingarskilti á suðurgafl hússins, einnig er óskað eftir leyfi til

merkingar í gluggum á 1, 2 og 3hæð. samkvæmt uppdráttum frá Merking ehf.

Nefndin samþykkir erindið, Skipulags- og byggingarnefnd heimilar PZ ehf. að

setja upp skilti á suðurgafl og merkingar í glugga á fasteign sinni að Kirkjuvegi

23 skv. uppdráttum frá Merking ehf. dags. 30.12.2003

Byggingarleyfisgjald kr. 4.576

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

3.

Skilti hjá flugvelli og við bílalyftuskúr

Herjólfs, Umsókn um uppsetningu á

auglýsingaskiltum

Mál nr. BN040003

Skjalnr.

590886-1659 ÍBV íþróttafélag, knattspyrnudeild, Pósthólf 393, 902

Vestmannaeyjar

Knattspyrnudeild IBV sækir um að staðsetja skilti á aðkeyrsluvegi að flugstöð

Vestmannaeyja samkvæmt afstöðumynd. Einnig sækir IBV eftir að staðsetja skilti

ofan á bílalyftuskúr Herjólfs á Básaskersbryggju samkvæmt afstöðumynd.

Bókun nefndar þann 160104:

Nefndin frestar erindinu og óskar eftir umsögn umhverfisnefndar.

Nefndin samþykkir erindið. Fyrir liggur samþykkt umhverfisnefndar frá

12.02.2004 og hafnarstjórnar frá 14.01.2004.

Byggingarleyfisgjald kr. 4.576kr.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

Lóðarmál

4.

Klif 161605, Óskað eftir framlengingu á

lóðarleigusamningi

(99.984.400)

Mál nr. BN010049

Skjalnr.

561294-2409 Landssími Íslands hf. , v/Austurvöll , 150

Reykjavík

Landssími Íslands hf óskar eftir við skipulags- og bygginganefnd að samþykkt

verði framlenging á lóðarleigusamningi á Klifinu, þ.e. Stóra-Klif og Litla-Klif.

Meðfylgjandi er eldri lóðarleigusamningur sem er útrunnin ásamt lóðarteikningu.

Nefndin samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að gánga frá

nýjum lóðarleigusamningi fyrir lóðina.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Nýbyggingar

5.

Eiði 3, Umsókn um byggingarleyfi fyrir

Starfsmannaaðstöðu á olíutankasvæði við Eiði 3

Mál nr. BN040021

Skjalnr.

590269-1749 Skeljungur hf, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík

Jón M Halldórsson fyrir hönd Skeljungs sækir um byggingarleyfi til að reisa

starfsmannaaðstöðu á olíutankasvæðinu við Eiði 3samkvæmt meðfylgjandi

uppdráttum frá teiknistofunni Tekton.

Fyrir liggur samþykki Vinnueftirlitsins.

Nefndin samþykkir erindið.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjald kr. 5.450kr.

 

Breytingar

6.

Ásavegur 16, Fyrirhuguð breyting á notkun á

húsnæði að Ásavegi 16

Mál nr. BN040005

Skjalnr.

050170-5869 Dröfn Ólöf Másdóttir, Ásavegur 16, 900 Vestmannaeyjar

Dröfn Ólöf Másdóttir óskar eftir umsögn Skipulags- og byggingarnefndar um að

breyta notkun á húseign sinni að Ásavegi 16.

Nefndin er hlynnt erindinu.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Annað

7.

Fundargerð, Fyrir liggur fundargerð

Bæjarstjórnar

Mál nr. BN040018

Skjalnr.

690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar

Fyrir liggur fundargerð Bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 24.02.2004. varðar 1. og

2.mál frá fundi Skipulags- og byggingarnefndar frá 12.02.2004

Þar segir, -þar sem útséð er að ekki náist sátt um fyrirhugaða byggingu á lóðinni

Bessahraun 13 sér bæjarstjórn Vestmannaeyja engan annan kost í stöðunni, en að

hafna afgreiðslu Skipulags- og byggingarnefndar í 2máli frá 12.febrúar sl. að svo

stöddu og setja svæðið að Bessahrauni 1-7 og 13 í deiliskipulag.

Nefndin hefur móttekið fundagerðina. Umhverfis- og framkvæmdasvið mun sjá

um framgang málsins.

Bréf

8.

Bréf, Innsent bréf vegna fyrirhugaðs

deiliskipulags

Mál nr. BN040019

Skjalnr.

290268-4279 Jónas Þór Þorsteinsson, Heiðarvegi 48 , 900

Vestmannaeyjar

Nefndinni hefur borist bréf frá íbúum að Bessahrauni 15 vegna fyrirhugaðs

deiliskipulags að Bessahrauni 1-7 og 13.

þar segir,- þau óska eftir því að við gerð deiliskipulagsins verði gert ráð fyrir því

að byggingarreitur hússins að Bessahrauni 13 verði afmarkaður með þeim hætti

að hann verði 5m. frá norðurmörkum lóðarinnar að Bessahrauni 13 enda gert ráð

fyrir því þegar þau byggðu sitt hús að Bessahrauni15 og á öllum teikningum

umhverfis- og tæknisviði vestmannaeyjabæjar.

Nefndin hefur móttekið bréfið.

 

9.

Norðurgarður, Umsókn um land til ræktunar

Mál nr. BN020127

Skjalnr.

270970-5679 Valgeir Arnórsson, Hrauntúni 57, 900 Vestmannaeyjar

Valgeir Arnórsson sækir um til skipulags- og byggingarnefndar að fá land við

Norðurgarð úthlutað til ræktunar samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.

Valgeir hefur hugmyndir um að loka svæðinu fyrir ágangi búfjár og stuðla að

ræktun svæðisins í samráði við garðyrkjustjóra Vestmannaeyja. Svæðið yrði opið

fyrir alla Eyjamenn til eðlilegrar útivistar.

Nefndin er hlynnt erindinu fyrir sitt leyti en vísar málinu til afgreiðslu

landnytjanefndar.

Afgreiðsla BFTR

9.

Safnaðarheimili, Breyting á útlitsteikningum

nýja safnaðaheimilis

Mál nr. BN040022

Skjalnr.

710169-0639 Landakirkja, Kirkjuvegi 100, 900 Vestmannaeyjar

Páll Zóphóníasson tæknifræðingur í samráði við Magnús Skúlason forstöðumann

Húsafriðunarnefndar óska eftir samþykki Skipulags- og byggingarnefndar hvað

varðar breytingar á útliti Safnaðarheimilis Landakirkju skv.fylgjandi uppdráttum

Páls Zóphóníassonar.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Stærðir opnanlegra faga skulu vera skv. 159. gr. byggingarreglugerðar

441/1998.

10.

Sendiloftnet, Sótt um leyfi til uppsetningar á

sendiloftneti

Mál nr. BN040015

Skjalnr.

480278-0549 Eyjaprent hf, Strandvegi 47, 900 Vestmannaeyjar

Eyjasýn ehf . sækir um leyfi til uppsetningar á sendiloftneti á húsnæði

Tónskólans við Vesturveg.

Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Eyjasýn að setja upp sendiloftnet á

húsnæði Tónlistarskólans,

með fyrirvara um að framkvæmd þessi verði í fullu

samráði við Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestm.eyja.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjald kr. 4.576kr

 

12.

Löggilding iðnmeistara, Staðbundin

löggilding iðnmeistara

Mál nr. BN040020

Skjalnr.

Baldur Haraldsson sótti um leyfi skipulags- og byggingafulltrúa til að bera

ábyrgð á byggingarframkvæmdum í lögsagnarumdæmi Vestmannaeyja, sem

múrarameistari, skv. gr. 37.2 í byggingareglugerð nr. 441/1998.

Afrit af meistarabréfi frá 25.05.1986. fylgir umsókninni sem og afrit

staðbundinna viðurkenninga í lögsagnarumdæmi Sauðárkróks dags. 12.02.1991

til tveggja ára, og staðbundinna viðurkenninga í lögsagnarumdæmi Sauðárkróks

dags. 03.05.1994. og frá 23.02.2004.

Staðbundinna viðurkenninga í lögsagnarumdæmi Skilmannahrepps sem

múrarameistari dags. 19.05.2003.

Umsókninni fylgir einnig yfirlit yfir helstu verk sem múrarameistarinn hefur

skrifað uppá.

Afgreiðsla skipulags- og byggingafulltrúa frá 27. feb. s.l.

Skipulags- og byggingafulltrúi samþykkir Baldur Haraldsson sem löggiltan

múrarameistara með staðbundna viðurkenningu í Vestmannaeyjum.

Múrarameistari ber ábyrgð á þeim verkþáttum framkvæmdar sem kveðið er á um

í 42. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998, og einnig skal iðnmeistari starfa í

samræmi við 2. kafla reglugerðarinnar, 31. - 61. gr.

Afgreiðsla þessi er skv. ákvæðum skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997,

byggingareglugerðar nr. 441/1998 og samþykkt um afgreiðslu byggingafulltrúans

í Vestmanneyjum frá 4. janúar 1996.

Nýbyggingar

13.

Brattagata 31, Fyrirspurn um stækkun bílskúrs

við Bröttugötu 31

(12.530.310)

Mál nr. BN030106

Skjalnr.

281271-4669 Annika V. Geirsdóttir, Faxastíg 43, 900 Vestmannaeyjar

220875-5989 Jón Gísli Benónýsson, Bröttugötu 31, 900 Vestmannaeyjar

Jón Gísli Benónýsson óska eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að

byggja bílskúr við Bröttugötu 31 skv. meðfylgjandi uppdráttum frá Ágústi

Hreggviðssyni.

Nefndin er hlynnt erindinu. Taka skal mið af 113. gr. byggingarreglugerðar

441/1998.

Sérteikningum ásamt skráningartöflu fyrir bílskúrinn skal skila inn eigi síðar en

31 mars. n.k.

Byggingarleyfisgjald kr. 8.592kr.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

Stefán Óskar Jónasson, Stefán Þór Lúðvíksson, Hallgrímur S Rögnvaldsson, Guðríður Ásta

Halldórsdóttir og Friðbjörn Valtýsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159