27.02.2004

Landnytjanefnd Árið 2004, Fösttudaginn

 
Landnytjanefnd

Árið 2004, Fösttudaginn 27. febrúar  kl. 12:00 haldinn fundur í Landnytjanefnd á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar 

Mættir voru:
Ómar Garðarsson, Sæmundur Ingvarsson, Páll Scheving

Starfsmaður Frosti Gíslason og Sigurður Smári Benónýsson
Fundargerð ritaði: Páll Scheving

1.mál. Umsóknarform um búfjárhald.
Fyrir liggur umsóknform um búfjárhald í Vestmannaeyjum.
Nefndin samþykkir umsóknarformið og auglýsingu sem send verði til auglýsingar í bæjarblöðum og birtingar á vef Vestmanneyjabæjar í næstu viku.  
 
2.mál.Vetrarbeit hrossa.
Ræddar voru hugmyndir um bann við hrossabeit frá 15.des – 1.maí
Nefndin samþykkir að fela framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar að kanna hvernig þessum málum er háttað í nokkrum tilteknum sveitarfélögum.

3.mál. Bréf frá Oddi Júlíussyni.
Framkvæmdastjóri Umhverfis-og framkvæmdasviðs hefur þegar svarað bréfritara.

4.mál. Bréf Kristjáni Bjarnasyni.
Bréf frá Kristjáni Bjarnasyni dags, 22. janúar 2004. varðar meðferð á landi og búfé. Nefndin þakkar bréfritara góðar ábendingar og áhuga á störfum nefndarinnar.  

5.mál. 14.mál úr fundargerð bæjarráðs frá 9, febrúar 2004.
Varðar bréf frá Sambandi dýraverndunarfélaga Íslands dags. 4. febrúar.
Nefndin kannast ekki við slæman aðbúnað hrossa undir Sæfjalli í Vestmannaeyjum né heldur að lög um dýravernd hafi verið brotin. Jafnframt bendir nefndin á að þegar hefur verið ráðinn búfjáreftirlitsmaður.  Svo það sé ljóst þá er þetta bréf það fyrsta sem nefndin móttekur frá Samandi dýraverndunarfélaga Íslands.
 
6.mál. Knjápuntur
Nefndin ræddi um  þessa plöntu sem er friðlýst.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:30

Fundargerð samþykkt:
Sign: Ómar Garðarsson, Sæmundur Ingvarsson, Páll Scheving
Starfsmaður Frosti Gíslason og Sigurður Smári Benónýsson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159