18.02.2004

Félagsmálaráð Fundur haldinn hjá félagsmálaráði

 

 

Félagsmálaráð

Fundur haldinn hjá félagsmálaráði Vestmannaeyja miðvikudaginn 18. febrúar 2004 kl. 17.15 í Ráðhúsinu.

 

Mætt voru: Steinunn Jónatansdóttir, Sigrún Gísladóttir, Auður Einarsdóttir, Helga B. Ólafsdóttir, Ágústa Kjartansdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Hera Ósk Einarsdóttir.

 

 

1. – 11. mál      Trúnaðarmál

 

12. – 14. mál     Barnavernd

 

15. mál             Lagt fram bréf frá Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytinu dags. 3. febrúar 2004, þar sem fram kemur að ráðuneytið heimilar breytingu á tveimur þjónusturýmum í tvö hjúkrunarrými frá 15. febrúar 2004. Hjúkrunarrými Hraunbúða verða frá þeim tíma 27.

 

16. mál             Lagt fram til kynningar ársreikning Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar 31. desember 2003.

 

17. mál             Lagt fram til kynningar:

                        Málþing Fíum 5. mars nk. um meðferð og meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga.

                        Námskeiðið Kynleg hegðun? Haldið á vegum E.H.Í. 8. – 9. mars nk. Mismunandi birtingarform kynjanna í hinum ýmsu rannsóknum og hvernig hægt er að mæta þörfum fólks með tilliti til kynjamunar.

                        Námsdagar um fjölskyldumeðferð 27. – 28. maí nk.

16. norræna félagsþjónustuþingið 9. – 11. júní nk í Kaupmannahöfn.

 

 

 

FLEIRA EKKI BÓKAÐ. FUNDI SLTIÐ KL. 19.00.

 

Steinunn Jónatansdóttir

Sigrún Gísladóttir

Auður Einarsdóttir

Helga B. Ólafsdóttir

Ágústa Kjartansdóttir

Guðrún Jónsdóttir

Hera Ósk Einarsdóttir.

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159