12.02.2004

UMHVERFISNEFND Fundargerðin hefur ekki hlotið

 

UMHVERFISNEFND

Fundargerðin hefur ekki hlotið afgreiðslu bæjarstjórnar


44. fundur  fimmtudaginn  12.febrúar 2004.  kl. 17:00

Mættir voru:   Hallgrímur Rögnvaldsson Sigurður Páll Ásmundsson. Embættismenn: Frosti Gíslason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs, Bergur Ágústsson bæjarstjóri, Kristján Bjarnason Garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Frosti Gíslason

1.      mál
Reglur um hverfisvernd
Kynntar voru fyrirliggjandi tillögur að reglum hverfisvernd vegna Aðalskipulags Vestmannaeyja 2002-2014.  Nefndin mun fjalla nánar um málið á næsta fundi.

2.     mál
Umsögn um 5. mál á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 16. janúar s.l.
Knattspyrnudeild IBV sækir um að staðsetja skilti á aðkeyrsluvegi að flugstöð Vestmannaeyja og skilti ofan á bílalyftuskúr Herjólfs á Básaskersbryggju samkvæmt afstöðumynd.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu skilta.

3.     mál
Bréf dagsett 11.febrúar 2004, umsókn Lóndrangs um að reisa hjalla á svæði norðan við Breiðabakka
Fiskverkunin Lóndrangur óskar eftir leyfi til að reisa hjalla.
Nefndin samþykkir umsókn um 3.reit á afstöðumynd, náist samþykki við núverandi rétthafa að landi, enda verði tryggt að öll ummerki um starfsemina verði fjarlægð að samningstíma liðnum.

4.     mál
22. mál. á fundi bæjarráðs 9. febrúar 2004, umsögn um þingsályktunartillögu um Náttúruverndaráætlun
Fyrir lá bréf frá Alþingi, dags. 5. febrúar sl., vegna þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun 2004-2008, en gert er ráð fyrir að Vestmannaeyjar séu hluti af henni.
Nefndin gerir nokkrar athugasemdir og felur framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

5.     mál
Friðlýstar plöntur
Á válista Náttúrufræðistofnunar frá 1996, eru tilgreindar 6 tegundir plantna sem hafa fundist í Heimaey og af þeim er ein, Knjápuntur, (Sieglingia decumbens) friðlýst. Þetta eru 2 tegundir háplantna, 3 mosar og 1 flétta. (Náttúrufræðistofnun Íslands, 1996. Válisti 1. Plöntur, bls. 82)
Nefndin felur  framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs að kanna með hvaða hætti er hægt að vernda Knjápunt.

6.     mál
Bréf frá  Rannsóknarstöð Skógræktar að Mógilsá
Nefndinni barst erindi dagsett þann 15/12/2003 með beiðni um styrk vegna ræktunar ryðþolinna plantna.
Nefndin getur ekki orðið við fjárstuðningi við verkefnið.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 18:30.

Fundargerð samþykkt:

sign Hallgrímur Rögnvaldsson, Sigurður Páll Ásmundsson, Kristján Bjarnason, Bergur Ágústsson, Frosti Gíslason

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159