12.02.2004

Skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja TANGAGÖTU 1

 

Skipulags- og byggingarnefnd

Vestmannaeyja

TANGAGÖTU 1 902 VESTMANNAEYJUM  PÓSTHÓLF 340  SÍMI 488 5030  MYNDSENDIR 488 5031  KENNITALA 690269-0159

 

Árið 2004, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 16:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1493. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

 

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Skæringur Georgsson, Stefán Óskar Jónasson, Stefán Þór Lúðvíksson, Helgi Bragason og Friðbjörn Valtýsson

 

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál: Sigurður Smári Benónýsson

 

Þetta gerðist:

 

 

Nýbyggingar

1.

Bessahraun 13, Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús, einbýlishús að Bessahrauni 13 

(08.030.130)

Mál nr. BN030117

Skjalnr.

061074-3339 Magnús Sigurðsson, Hólagötu 10, 900 Vestmannaeyjar

 

Á fundi sínum þann 21.01.2004 samþykkti skipulags- og byggingarnefnd að veita Magnúsi Sigurðssyni byggingarleyfi fyrir íbúðarhús á lóðinni að Bessahrauni 13. Þessi ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar varð til þess að mótmæli bárust bæjarráði Vestmannaeyja frá  húseigendum að Áshamri 49-55, þar sem þessari afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar er mótmælt.  Á fundi sínum þann 05.02.2004 vísaði bæjarráð bréfi þessu til afgreiðslu skipulags- og  byggingarnefndar.

 

Nefndin hefur móttekið erindið og samþykkir að afgreiðsla í 1. máli 1491. fundar skipulags- og byggingarnefndar þann 4.12.2003 skuli hér með úr gildi felld.

 

 

 

2.

Bessahraun 13, Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús, einbýlishús að Bessahrauni 13 

(08.030.130)

Mál nr. BN030117

Skjalnr.

061074-3339 Magnús Sigurðsson, Hólagötu 10, 900 Vestmannaeyjar

 

Magnús Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi, einbýlishúsi á lóð sinni að Bessahrauni 13, sem úthlutað var til Magnúsar í desember 2002. Um er að ræða 208 m2 steypt einbýlishús á einni hæð sbr. meðfylgjandi teikningar TPZ ehf.

 

Nefndin samþykkir að veita Magnúsi Sigurðssyni byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi, einbýlishúsi á lóð sinni að Bessahrauni 13 samkvæmt uppdrætti sem sendur var til grenndarkynningar þann 18.12.2003.

Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir allar þær athugasemdir sem bárust henni og veitir umsækjanda leyfi samkvæmt 23gr. 3.m.gr og 43gr. 7.m.gr. Skipulags- og byggingarlaga 1997 nr.73. sem tilgreina ferli til grenndarkynninga þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag.

 

Stefán Jónasson óskar eftir að sitja hjá við afgreiðslu  málsins.

 

3.

Þurkhjallar, Leyfi til að reisa hjalla til að þurrka fisk 

 

Mál nr. BN040014

Skjalnr.

431203-3160 Fiskverkunin Lóndrangar ehf., Klukkubergi 42, 220 Hafnarfjörður

 

Magnús Gylfason óskar eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að reisa fiskþurrkunarhjalla norðan við Breiðabakka. Samkvæmt afstöðumynd er um að ræða tvö svæði, svæði 2 og svæði 3 til vara.

 

 

 

 

 

 

Nefndin er hlynnt erindinu hvað varðar svæði 3 á innsendum uppdrætti, með fyrirvara um lóðarréttindi og uppfyllt skilyrði í lóðalegusamningi.

Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa framgang málsins.

Fyrir lá afstaða Umhverfisnefndar um málið.

 

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

Skæringur Georgsson

Stefán Óskar Jónasson

Stefán Þór Lúðvíksson

Helgi Bragason

Friðbjörn Valtýsson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159