04.02.2004

FélagsmálaráðFundur haldinn hjá félagsmálaráði

 

Félagsmálaráð

Fundur haldinn hjá félagsmálaráði Vestmannaeyja miðvikudaginn 4. febrúar 2004 kl.17.15

 

Mætt voru: Steinunn Jónatansdóttir, Sigrún Gísladóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Ágústa Kjartansdóttir og Hera Einarsdóttir.

 

1. – 7. mál                             Trúnaðarmál

 

8. – 9. mál                             Barnavernd

 

10. mál                  Lögð fram umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi að Bröttugötu 15 frá Arndísi Láru Jónsdóttur kt. 071162-7619  og Ingunni Björk Sigurðardóttur kt. 051261-4889.  Félagsmálaráð samþykkir erindið að uppfylltum skilyrðum reglugerðar nr. 198/1992.

 

11. mál                  Félagsmálaráð samþykkir, með hliðsjón af breytingum á reglum fyrir leikskóla Vestmannaeyjabæjar  sem samþykktar voru í skólamálaráði 22. janúar sl., að breyta reglum um niðurgreiðslur vegna daggæslu barna í heimahúsi með eftirfarandi hætti. Við núgildandi reglur bætist:

-          Ef foreldrar, annað eða bæði, stunda nám sem er lánshæft skv. viðmiðunarreglum Lánasjóðs Íslenskra námsmanna  öðlast þau rétt til niðurgreiðslu á daggæslu barna í heimahúsi á grundvelli eftirtalinna skilyrða:

-          a)    Foreldrar eigi lögheimili í Vestmannaeyjum

-          b)    Barn umsækjaneda sé á aldrinum 0 - 6 ára og sé skráð á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Vestmannaeyjabæ

-          c) Dagmóðir (faðir) hafi leyfi félagsmálaráðs Vestmannaeyja til daggæslu barna í heimahúsi

-          d)    Námsmaður sé í a.m.k. 75% námi á háskólastigi eða í 100% námi í sérskóla. Námsmenn við Háskóla Íslands skulu skila a.m.k. 11 einingum á önn

-          e) Umsókn námsmanna skal fylgja staðfesting skóla um nám umsækjanda fyrir hverja námsönn. Auk þess skal skila staðfestingu um að tilskyldum námseiningum hafi verið náð fyrir hverja námsönn. Ljúki námsmaður ekki tilskyldum námseiningum á hverri önn ber honum að endurgreiða niðurgreiðslur vegna daggæslu barna í heimahúsi sem hann hefur notið á tímabilinu.

Sömu reglur gilda um foreldra, ef annað eða bæði stunda fullt nám í dagskóla við framhalds-, mennta-, fjölbrauta-og iðnskóla.

Lagt er til að breytingin taki gildi frá 1. febrúar 2004.

 

12. mál                  Trúnaðarmál

 

13. mál                  Lagt fram bréf frá Oddi Björgvinssyni um ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra.

Framkvæmdastjóra falið að svara bréfritara í samræmi við umræðuna á fundinum.

 

 

14. mál                  Lögð fram fundargerð þjónustuhóps aldraðra frá 27 janúar sl.

 

15. mál                  Lagt fram bréf frá félagi stjórnenda í öldrunarþjónustu varðandi vorfund félagsins á Húsavík 17. – 19. maí nk.

 

16. mál                  Lögð fram dagskrá námstefnu um, hvernig auka megi færni barna með einhverfu, í leik og félagslegum samskiptum. Námstefnan fer fram 15. – 16. apríl nk. í Reykjavík.

 

17. mál                  Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum námskeiðum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem Félagsmálaráðuneytið hyggst standa fyrir  seinni hluta vetrar 2004 um allt land.

 

FLEIRA EKKI BÓKAÐ. FUNDI SLITIÐ KL. 18.45.

 

Steinunn Jónatansdóttir

Sigrún Gísladóttir

Elsa Valgeirsdóttir

Ágústa Kjartansdóttir

Hera Einarsdóttir.

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159