03.02.2004

Skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja TANGAGÖTU 1

 

Skipulags- og byggingarnefnd

Vestmannaeyja

TANGAGÖTU 1 902 VESTMANNAEYJUM  PÓSTHÓLF 340  SÍMI 488 5030  MYNDSENDIR 488 5031  KENNITALA 690269-0159

Árið 2004, þriðjudaginn 3. febrúar kl. 16:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1492. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, Tangagötu 1.

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Stefán Þór Lúðvíksson, Stefán Óskar Jónasson,

Skæringur Georgsson, Helgi Bragason og Friðbjörn Valtýsson

 

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál: Sigurður Smári Benónýsson Skipulags- og byggingarfulltrúi og Frosti Gíslason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

 

 

Aðrir sem voru viðstaddir:

 

Þetta gerðist:

 

 

Nýbyggingar

1.

Vestmannabraut 36, Umsókn um áframhaldandi starfsleyfi til að starfrækja félagsmiðstöð/samkomuhús fyrir unglinga að Vestmannabraut 36 

(92.330.360)

Mál nr. BN030104

Skjalnr.

611003-3150 Áhugafélagið Húsið, Vestmannabraut 36, 900 Vestmannaeyjar

 

Húsið sækir um áframhaldandi starfsleyfi til skipulags- og byggingarnefndar fyrir samkomuhús unglinga að Vestmannabraut 36

 

Nefndin samþykkir áframhaldandi breytta notkun á húsnæðinu tímabundið til 7. april næstkomandi miðað við sama opnunartíma og var áður eða til 23:00.

 

 

 

 

Lóðarmál

2.

Kirkjuvegur 13, Fyrirspurn v. stækkunar á lóð og byggingu bílskúrs við Kirkjuveg 13 

(50.630.130)

Mál nr. BN030111

Skjalnr.

240657-5899 Viðar Guðmundsson, Kirkjuvegi 13, 900 Vestmannaeyjar

 

Viðar Guðmundsson óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til byggingar bílskúrs við Kirkjuveg 13.  Bílskúrinn yrði byggður inn í hraunið en Kirkjuvegur 13 stendur við hraunjaðarinn.  Einnig þyrfti að stækka lóð sbr. meðfylgjandi afstöðumynd.

 

 

Nefndin er ekki hlynnt erindinu og vísar til reglna um hverfisvernd við gerð nýs aðalskipulags.

 

 

 

 

 

Skipulagsmál

3.

Deiliskipulag miðbæjarins, Breytingar á uppdrætti af deiliskipulagi miðbæjarins 

 

Mál nr. BN020048

Skjalnr.

 

Helgi Bragason nefndarmaður leggur til að skipulags-  og byggingarnefnd fjalli um deiliskipulag miðbæjarins og að klárað verði að vinna þær skipulagsbreytingar sem til þarf vegna nýbyggingar á Baldurshagalóð.

 

Nefndin leggur til að endanlegar áætlanir um lok á gerð deiliskipulags og aðalskipulags liggi fyrir á næsta fundi skipulags- og byggingarnefndar.

Formanni og varaformanni skipulags- og byggingarnefndar er falið framgang málsins.

 

 

 

 

Bréf

4.

Innsent bréf, Oddur Björgvin Júlíusson vill svör hjá skipulags- og byggingarnefnd 

 

Mál nr. BN040010

Skjalnr.

010257-3879 Oddur Björgvin Júlíusson, Brekastígur 7b, 900 Vestmannaeyjar

 

Fyrir liggur bréf frá Oddi B. Júlíussyni dagsett 21.10.2004

 

 

Nefndin felur framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs að svara bréfinu.

 

 

 

 

 

Afgreiðsla BFTR

5.

Kirkjuvegur 100, Tilfærsla á veðurstöð Barnaskólans á lóð Landakirkju 

 

Mál nr. BN040009

Skjalnr.

681088-7339 Barnaskóli Vestmannaeyja                , Skólavegur 40               , 900 Vestmannaeyjar

 

Páll Zóphóníasson tæknifræðingur f.h. Barnaskóla Vestmannaeyja, sækir um leyfi til að færa veðurstöð 6 m til suðurs á lóð Landakirkju.

 

Afgreiðsla Skipulags- og byggingarfulltrúa frá 24.01.2004.

Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar tilfærslu á veðurstöð Barnaskólans samkvæmt upplýsingum frá Páli Zóphóníassyni tæknifræðingi.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjald kr. 4.576

 

 

 

 

 

 

 

6.

Strandvegur 102, Ísfélag Vestmannaeyja sækir um leyfi til að setja upp kæliblásara 

 

Mál nr. BN040013

Skjalnr.

660169-1219 Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegi 28, 900 Vestmannaeyjar

 

Ísfélag Vestmannaeyja sækir um leyfi til að setja upp kæliblásara á suðurvegg matshluta 0206 að Strandvegi 102

samkvæmt meðfylgjandi afstöðu- og útlitsmynd.

 

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 27.01.2004

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

Byggingarleyfisgjald kr. 4.576

 

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

Stefán Þór Lúðvíksson

Stefán Óskar Jónasson

Skæringur Georgsson

Helgi Bragason

Friðbjörn Valtýsson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159