21.01.2004

Félagsmálaráð Fundur haldinn hjá

 
 

Félagsmálaráð

Fundur haldinn hjá félagsmálaráði Vestmannaeyja miðvikudaginn 21. janúar 2004 kl. 17.15.

 

Mætt voru: Steinunn Jónatansdóttir, Elsa Valgeirsdóttir, Sigrún Gísladóttir, Ágústa Kjartansdóttir, Auður Einarsdóttir, Thelma Gunnarsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Jón Pétursson og Hera Ósk Einarsdóttir.

 

1. – 9.  mál.           Trúnaðarmál

 

10. – 11. mál.       Barnavernd

 

12. mál.                 Farið var yfir og gerð var grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn 02,  Félagsþjónusta Fyrirliggjandi tillaga er með niðurstöðutölu fyrir málaflokkinn að upphæð kr: 104.943.000.-..

 

Í rekstri félagsþjónustunnar er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum;

a)       Lagt hefur verið til af stjórnsýslu-og fjármálasviði sú breyting að í stað þess að ákveðin útgjöld í rekstri færist á sameiginlegan lið hjá bæjarskrifstofunni, eins og gert hefur verið hingað til, þá verði þessum kostnaði útdeild á sviðin eftir ákveðnu skiptahlutfalli og hlutdeild félagsþjónustunnar verði kr: 3.907.000,- auk auglýsingakostnaðar sem áætlaður er kr: 150.000,-

Útgjaldaauki vegna þessarar breytingar er kr: 4.057.000,-

b)       Vegna skipulagsbreytinga á árinu 2003 er með tilkomu þjónustuvers bæjarskrifstofa, ekki lengur gert ráð fyrir tekjum frá skólaskrifstofu vegna þátttöku í rekstri móttöku og afgreiðslu félags-og skólaskrifstofu í kjallara.

Tekjur félagsþjónustunnar lækka því um kr: 1.692.000,-

c)       Lagt hefur verið til í  skólamálaráði að breyta reglum um niðurgreiðslur á leikskólagjöldum barna vegna náms foreldris/foreldra. Á grundvelli jafnræðisreglna er gert ráð fyrir því að sambærileg breyting verði gerð á reglum um niðurgreiðslu námsmanna sem hafa börn í daggæslu í heimahúsi.

Félagsmálaráð telur svigrúm til staðar án hækkunar á lið 02-16

d)       Ríkið hefur ákveðið að lækka greiðsluhlutfall sitt í húsaleigubótum sem leiðir til útgjaldaauka hjá sveitarfélaginu um kr: 941.000,-í áætlun 2004.

e)       Miðað við núverandi stöðu mála í barnaverndinni er nauðsynlegt að gera ráð fyrir hækkun framlaga vegna stuðningsúrræða. Ekki er í endurskoðaðri áætlun gert ráð fyrir kostnaði sveitarfélagins ef ákveðið verður að taka þátt í starfsemi Barnaverndarstofu og Neyðarlínunnar.

Áætlað kostnaðarauki í barnaverndinni er kr: 1.871.000,-

f)         Rekstur Athvarfsins hækkar vegna flutnings í nýtt húsnæði. Hækkunin er til komin vegna mismunar á rekstrakostnaði Bjarnaborgar og Þórsheimilisins. Leiga húsnæðis hækkar um kr: 2.948.000,- milli ára og til viðbótar hækkar annar kostnaður s.s. veitukostnaður, hreinlætisvörur og ræsting.  Áætlaður kostnaður kr: 3.422.000,-

g)       Lagt  hefur verið til  að allar umsóknir um styrki til Vestmannaeyjabæjar skuli afgreiddar á fundum bæjarráðs. Í samræmi við þá tillögu er liðurinn “ýmsir smástyrkir” settur á 0,- kr.Lækkun um kr: 100.000,-

 

Í málaflokknum 04  Fræðslu og uppeldismál eru tveir liðir sem falla undir verksvið félags-og fjölskyldusviðs, þ.e. rekstur gæsluvallar og  leikvalla. Í rekstri þessara þátta er gert ráð fyrir:

a)                   Gæsluvöllur. Í áætluninni er gengið útfrá fækkun starfa á gæsluvellinum á sumrin og hækkun daggjalda. Í samræmi við það lækkar áætlaður rekstrarkostnaður gæsluvallar um kr: 343.000,-

b)                   Leikvellir. Í áætluninni er lagt til að leikvöllum verði fækkað í Vestmannaeyjum, nokkrir aðalvellir verði skipulagðir og leiktæki yfirfarin og flutt á aðalvelli. Í ljósi þessa er kostnaður vegna leikvalla lækkaður um kr: 250.000,- frá fyrri drögum.

 

Í málaflokknum 65 Hraunbúðir er gert ráð fyrir því að framlag sveitarfélagsins verði kr: 6.550.000,- auk fjármagnsgjalda, samtals kr: .13.944.000,-

 

Skv. skýrslu IBM BSC er ljóst að stjórnendur heimilisins hafa mjög góða yfirsýn yfir starfsemina og að rekstur er í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir .  Í framhaldi af tillögum sem fram koma í skýrslunni  samþykkir félagsmálaráð að skipaður verði  starfshópur sem hefur það hlutverk að fara yfir þann hluta tillagna í úttekt IBM BCS á starfssemi Hraunbúða sem snýr að breyttu starfsskipulagi á Hraunbúðum. Starfshópurinn verði skipaður formanni félagsmálaráðs, fulltrúa stéttarfélags starfsmanna, fulltrúa starfsmanna, hjúkrunarforstjóra og rekstrarstjóra Hraunbúða. Verkefni hópsins er að fara yfir hvað þarf til að ná fram breyttu starfsskipulagi sem felur í sér nauðsynlegan sveigjanleika í starfi og samvinnu, m.a. hvaða áhrif það hefur á kjör, réttindi og skyldur starfsmanna Hraunbúða.

 

Einnig samþykkir félagsmálaráð að fela hjúkrunarforstjóra Hraunbúða að úthluta jafnóðum lausum rýmum á  heimilinu í samræmi við forgangsröðun matshóps á milli funda þjónustuhóps aldraðra.

 

Félagsmálaráð samþykkir að frá og með 1. febrúar nk. verði innheimt fullt gjald fyrir útselt fæði frá Hraunbúðum til starfsmanna Vestmannaeyjabæjar utan Hraunbúða.

 

 

Varðandi málefni fatlaðra þá er í þjónustusamningi Vestmannaeyjabæjar og félagsmálaráðuneytisins gert ráð fyrir óbreyttri starfsemi og að verkefni sem þjónustusamningurinn nær til rúmist innan fjárhagsramma samningsins.

 

 

Félagsmálaráð hefur nú eins og undanfarin ár farið vandlega yfir alla liði fjárhagsáætlunnar fyrir félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar. Félagsmálaráði ber að sjá til þess að félagsþjónustan veiti bæjarbúum þjónustu í samræmi við lög og samþykktir bæjarstjórna Vestmannaeyjabæjar. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar  eru útgjaldaliðir með þeim hætti að ekki er hægt að lækka þá án skerðingar á  þjónustu.

Félagsmálaráð samþykkir fjárhagsáætlunina.

 

13. mál                  Fyrir lá bréf frá Barnaverndastofu tilkynningar á málþingi um fóstumál sem haldið verður föstudaginn 23. janúar 2004.

 

14. mál                  Fyrir lá bréf frá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem kynnt er námskeið í stjórnsýslureglum við meðferð mála hjá sveitarfélögum sem haldið verður 29. og 30. janúar nk.

 

15. mál                  Fyrir lá bréf frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem kynnt er fyrirhuguð ráðstefna 26. mars nk og óskað eftir ábendingum og hugmyndum um góð dæmi í tengslum við þjónustu við fatlaða sem til greina kæmu til kynningar á ráðstefnunni.

 

 

FLEIRA EKKI BÓKAÐ, FUNDI SLITIÐ KL. 19.00

Steinunn Jónatansdóttir              Elsa Valgeirsdóttir         Sigrún Gísladóttir

Ágústa Kjartansdóttir                  Auður Einarsdóttir          Thelma Gunnarsdóttir

Guðrún Jónsdóttir                      Jón Pétursson                Hera Ósk Einarsdóttir.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159