16.01.2004

Skipulags- og byggingarnefndVestmannaeyjaTANGAGÖTU 1

 
Skipulags- og byggingarnefnd

Vestmannaeyja

TANGAGÖTU 1 902 VESTMANNAEYJUM  PÓSTHÓLF 340  SÍMI 488 5030  MYNDSENDIR 488 5031  KENNITALA 690269-0159

Árið 2004, föstudaginn 16. janúar kl. 15:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1490. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Stefán Þór Lúðvíksson, Stefán Óskar Jónasson,

Friðbjörn Valtýsson og Helgi Bragason

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál:

Sigurður Smári Benónýsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Frosti Gíslason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs

Aðrir sem voru viðstaddir:

Þetta gerðist:

Breytingar

1.

Vestmannabraut 36, Umsókn um áframhaldandi starfsleyfi til að starfrækja félagsmiðstöð/samkomuhús fyrir unglinga að Vestmannabraut 36 

(92.330.360)

Mál nr. BN030104

Skjalnr.

611003-3150 Áhugafélagið Húsið, Vestmannabraut 36, 900 Vestmannaeyjar

Húsið sækir um áframhaldandi starfsleyfi til skipulags- og byggingarnefndar fyrir samkomuhúsi unglinga að Vestmannabraut 36

Nefndin veitti Húsinu bráðabirgðaleyfi til 5. Febrúar

núkomandi miðað við sama opnunartíma og var áður eða til 23:00.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að sjá um framgang málsins.

Nýbyggingar

2.

Bessahraun 13, Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús, einbýlishús að Bessahrauni 13 

(08.030.130)

Mál nr. BN030117

Skjalnr.

061074-3339 Magnús Sigurðsson, Hólagötu 10, 900 Vestmannaeyjar

Magnús Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi, einbýlishúsi á lóð sinni að Bessahrauni 13, sem úthlutað var til Magnúsar í desember 2002. Um er að ræða 208 m2 steypt einbýlishús á einni hæð sbr. meðfylgjandi teikningar TPZ ehf.

Nefndin frestar erindinu til 21 janúar n.k

skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla frekari upplýsinga

 

3.

Heiðarvegur 31, leyfi til að byggja sólstofu við íbúðarhús að Heiðarvegi 31 

(35.530.310)

Mál nr. BN030127

Skjalnr.

160443-3599 Vilhjálmur Már Jónsson, Heiðarvegi 31, 900 Vestmannaeyjar

Vilhjálmur Már Jónsson sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að byggja 24m2 sólstofu við hús sitt að Heiðarvegi 31 skv.  uppdráttum Sigurjóns Pálssonar byggingartæknifræðings.

Nefndin samþykkir erindið.

Byggingarleyfisgjald kr. 6,981

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

4.

Strandvegur 12, Leyfi til að byggja Dæluskúr milli tanka Strandvegi 12 

 

Mál nr. BN040006

Skjalnr.

660169-1219 Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegi 28, 900 Vestmannaeyjar

Ísfélag Vestmannaeyja sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að reisa Dæluhús milli lýsistanka við FES skv. meðfylgjandi uppdráttum TPZ ehf.

Nefndin samþykkir erindið.

Byggingarleyfisgjald kr. 7,496

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Skipulagsmál

5.

Skilti hjá flugvelli og við bílalyftuskúr Herjólfs, Umsókn um uppsetningu á auglýsingaskilti 

 

Mál nr. BN040003

Skjalnr.

590886-1659 ÍBV íþróttafélag, knattspyrnudeild, Pósthólf 393, 902 Vestmannaeyjar

Knattspyrnudeild IBV sækir um að staðsetja skilti á aðkeyrsluvegi að flugstöð Vestmannaeyja og skilti ofan á bílalyftuskúr Herjólfs á Básaskersbryggju samkvæmt afstöðumynd.

Nefndin frestar erindinu og óskar eftir umsögn umhverfisnefndar.

Annað

6.

Stórhöfði, Umsögn nefndar um útsýnispall á Stórhöfða 

 

Mál nr. BN040007

Skjalnr.

690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar

Framkvæmdastjóri Umhverfis og framkvæmdasvið óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar um að reisa útsýnispall á Stórhöfða skv. afstöðumynd.

Nefndin er hlynnt erindinu

Skipulagsmál

7.

Göngustígur austan flugbrautar, Umsögn nefndar um göngustíg austan flugbrautar 

 

Mál nr. BN040008

Skjalnr.

690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar

Framkvæmdastjóri Umhverfis og framkvæmdasvið óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar um göngustíg austan flugbrautar skv. afstöðumynd.

Nefndin er hlynnt erindinu enda liggur fyrir samþykki flugmálastjórnar.

Umferðarmál

8.

Reglubraut, Tillaga að Reglubraut verði gerð að einstefnu frá Skólavegi í vestur. 

 

Mál nr. BN030105

Skjalnr.

690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að Reglubraut verði gerð að einstefnugötu frá Skólavegi í vestur að Vestmannabraut 58B (Sambýlinu).

Nefndin samþykkti þann 7. 10. 2003 að senda erindið í grenndarkynningu.  Engar athugasemdir hafa borist úr grenndarkynningunni.

Nefndin samþykkir að reglubraut verði að einstefnugötu í vestur og felur skipulags- og byggingarfulltrúa framgang málsins.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

9.

Útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 15 desember 2003, leiðbeiningar frá vegagerðinni, dags. 8. desember vegna skipulagsmála 

 

Mál nr. BN040001

Skjalnr.

690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar

bæjarráð vísar til skipulags- og byggingarnefndar leiðbeiningum frá vegagerðinni um tengingar gatna við þjóðvegi.

bréf lagt fram til kynningar

Afgreiðsla BFTR

10

Áshamar 14, Sótt er um leyfi til að breyta glugga á suðaustur hlið að Áshamri 14 

 

Mál nr. BN040004

Skjalnr.

181062-3399 Guðrún Erlingsdóttir, Áshamri 14, 900 Vestmannaeyjar

260159-2169 Gylfi Sigurðsson, Áshamri 14, 900 Vestmannaeyjar

Gylfi Sigurðsson óskar eftir leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að breyta glugga á suðurausturhlið á húsi sínu að Áshamri 14  skv. meðfylgjandi uppdrætti

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 16.01.2004:

"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Gylfa Sigurðssyni að breyta glugga á húsi sínu að Áshamri 14 skv. innlögðum uppdrætti. Stærðir opnanlegra faga skulu vera skv. 159. gr. byggingarreglugerðar 441/1998.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjald kr. 4,080.-

11

Strandvegur 14B og C, Leyfi til að rífa olíu og lýsisgeyma við bræðslu Ísfélagsins 

(84.130.142)

Mál nr. BN040002

Skjalnr.

660169-1219 Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegi 28, 900 Vestmannaeyjar

590269-1749 Skeljungur hf, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík

Páll Zóphoníasson fyrir hönd Ísfélags Vestmannaeyja og Skeljungs óskar eftir leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að fjarlægja olíu- og lýsistanka sem staðsettir eru norðan og vestan við verksmiðjuhús bræðslu  Ísfélags Vestmannaeyja á Básaskeri.

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 07.01.2004:

Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Ísfélagi Vestmannaeyja og Skeljungi að  fjarlægja olíu- og lýsistanka sem staðsettir eru norðan og vestan við verksmiðjuhús bræðslu  Ísfélags Vestmannaeyja á Básaskeri.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

Byggingaleyfisgjald kr. 4,576

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45

Stefán Þór Lúðvíksson

Stefán Óskar Jónasson

Friðbjörn Valtýsson

Helgi Bragason

 

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159