15.01.2004

Menningarmálanefnd &n

 
 
  Menningarmálanefnd

 

                        Fundargerð:

 

195. fundur menningarmálanefndar var haldinn í fundarsal Ráðhúsi, fimmtud. 15. jan. 2004 kl. 17.00.  Mætt voru Sigríður Bjarnadóttir, Selma Ragnarsdóttir, Sigurður E. Vilhelmsson og Andrés Sigurvinsson.  Sigurgeir Jónsson, menningarfulltrúi var fjarstaddur vegna embættiserinda.

 

1. mál.

Fjárhagsáætlun 2004. 

 

Fjárhagsáætlun menningarmálanefndar var rædd og helstu breytingar milli ára skýrðar.  Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leiti, lýsir ánægju með uppsetningu og er sammála þeim breytingum sem gerðar eru á einstökum liðum milli ára.

 

2. mál.

            Fyrirliggjandi styrkumsóknir. 

 

Umsókn um styrk vegna Listahátíðar ungs fólks í Vestmannaeyjum 2004.  Selma vék af fundi á meðan umsóknin var rædd.  Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um 60.000 kr.

 

Umsókn um styrk vegna Hippahátíðar í Höllinni 25. – 27. mars 2004.  Nefndin samþykkir að veita 150.000 kr. styrk til verkefnisins á forsendum greinargerðar sem fylgdi umsókninni. 

 

3. mál.

            Afgreiðsla á ræstingu í Safnahúsi.

 

Nefndin samþykkir nýjan samning eins og hann var lagður fram af Stjórnsýslu- og fjármálasviði.

 

4. mál.

Sigurður kynnti hugmyndir um uppbyggingu Skanssvæðisins sem lifandi safns í tengslum við menningartengda ferðaþjónustu.  Nefndin samþykkir að fela Sigurði að vinna að undirbúningi málsins í samvinnu við fræðslu- og menningarsvið og væntanlega starfsmenn Nýsköpunarstofu.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið 18:20.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159