15.01.2004

Landnytjanefnd Árið 2004, fimmtudaginn

 
Landnytjanefnd

 

Árið 2004, fimmtudaginn 15. janúar kl. 12:00 haldinn fundur í Landnytjanefnd á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar

 

Mættir voru:
Ómar Garðarsson, Sæmundur Ingvarsson, Páll Scheving

Starfsmaður Frosti Gíslason og Sigurður Smári Benónýsson

 

Fundargerð ritaði: Páll Scheving

1.mál. Umsóknarform um búfjárhald.

Fyrir liggja drög að umsóknareyðublöðum fyrir búfjárhald í Vestmannaeyjum. 
Nefndin samþykkir þau og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa eftir umsóknum um búfjárhald í Vestmannaeyjum í samvinnu við formann nefndarinnar. Umsóknarferli skal lokið 1.mars. 2004.

 

2.mál.Vetrarbeit hrossa.

Rædd voru hugmyndir um bann við hrossabeit frá 15.des – 1.maí

Ákvörðun skal tekin á næsta fundi.

 

3.mál.Útsýnispallur í Stórhöfða

Framkvæmdastjóri Umhverfis-og framkvæmdasviðs kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir við útsýnispall í Stórhöfða.

Nefndin er hlynnt erindinu.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00

 

Fundargerð samþykkt:

 

Sign:

Ómar Garðarsson, Sæmundur Ingvarsson, Páll Scheving

Starfsmaður Frosti Gíslason og Sigurður Smári Benónýsson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159