14.01.2004

Íþrótta- og æskulýðsráð Fundur haldinn

 

Íþrótta- og æskulýðsráð

Fundur haldinn í fundarsal að Tangagötu 1, miðvikudaginn 14. janúar 2004 klukkan 17.00.

Mættir voru: Björn Elíasson, Elliði Vignisson, Georg Skæringssson, Jóhann Freyr Ragnarsson,  Helga Björk Ólafsdóttir, Andrés B. Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs, Sigþóra Guðmundsdóttir, tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Vignir Guðnason, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar og Guðmundur Þ. B. Ólafsson, íþróttafulltrúi.

Auk þess sat á fundinn Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri.

 

 

1. mál.

Farið var yfir og gerð var grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn 06, Íþrótta- og æskulýðsmál, sem verður afgreidd við seinni umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi.

Fyrirliggjandi tillaga er með niðurstöðutölu fyrir málaflokkinn að upphæð 164.679.000.- kr..

Í þeirri tölu er gert ráð fyrir óbreyttri starfsemi í málaflokknum að öðru leyti en því sem snýr að breytingum vegna íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðu félagsmiðstöðvar, Unglingavinnu o.fl., áður tómstunda- og forvarnarfulltrúa og íþróttafulltrúa.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð telur að kostnaður vegna nýrrar sláttuvélar og gerð deiliskipulags eigi að falla út af rekstri íþróttavalla og eigi að færast undir fjárfestingar bæjarfélagsins.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð minnir á að við gerð fjárhagsáætlun fyrir Eignasjóð verður að gera ráð fyrir kostnaði, meðal annars vegna samningsbundinna endurbóta meðal annars á lofti og veggjum í sal 1 í Íþróttamiðstöð. Áætlaður kostnaður við endurbætur, fyrir utan endurnýjun á gólfi, sem lagt er til að bíði til ársins 2005, eru rúmar 19 milljón krónur.

 

 

 

2. mál.

Fyrir lá umsókn frá Selmu Ragnarsdóttur Listauki ehf. um styrk vegna listahátíðar ungs fólks í Vestmannaeyjum 2004.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð lýsir yfir ánægju sinni með framtakið og er hlynnt erindinu, en telur að umsóknir um styrki, vegna sama verkefnis, eigi ekki að afgreiða í mörgum stofnunum og nefndum. Slíkar umsóknir er eðlilegast að bæjarráð afgreiði.

 

 

Fleira ekki bókað, fundi slitið klukkan 18.10.

 

Björn Elíasson, Georg Skæringsson, Jóhann Freyr Ragnarsson,

Elliði Vignisson, Helga Björk Ólafsdóttir, Bergur Elías Ágústsson, Andrés B. Sigurvinsson,

Sigþóra Guðmundsdóttir, Vignir Guðnason, Guðmundur Þ. B. Ólafsson.

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159