30.12.2003

UMHVERFISNEFND 43. fundur mánudaginn 30.

 
 

UMHVERFISNEFND

43. fundur  mánudaginn  30. desember 2003,  kl. 17:00

Mættir voru:   Hallgrímur Rögnvaldsson Sigurður Páll Ásmundsson. Embættismenn: Frosti Gíslason framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Fundargerð ritaði: Frosti Gíslason

1.      mál

Reglur um hverfisvernd

Nefndin ræddi um mótun á reglum fyrir hverfisverndarsvæði vegna Aðalskipulags fyrir 2002-2014 og skilar tillögum á næsta fundi.

 

2.     mál

3. mál frá fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann: 17. desember 2003

Nefndin er hlynnt erindinu enda takmarkist svæði væntanlegra hjalla eingöngu við þá hjalla sem fyrir standa.

 

3.     mál

Umsögn um gerð göngustígs austan við flugbraut

Nefndinni var kynnt erindi frá Sigurgeiri Scheving f.h. Eyjamynda þess efnis að óskað væri eftir umsögn um gerð fyrirhugaðs göngustígs austan við flugbrautina. Nefndin fagnar erindinu enda verði aflað tilskilinna leyfa til framkvæmda frá viðeigandi aðilum. 

 

4.     mál

1. mál frá fundi Umhverfisnefndar 2. desember 2003.

Formaður umhverfisnefndar og framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs kynntu niðurstöður viðræðna við Gunnar Árnason varðandi svæði í kringum Lukku vegna hestaleigu.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að svæðið verði nýtt leyti til beitar fyrir hestaleigu enda setji Landnytjanefnd fram notkunarreglur um svæðið.

5.     mál

Stórhöfði girðingarmál

Ræddar voru hugmyndir sem komið hafa fram um afnám girðinga á Stórhöfða fyrir utan ríkisjarðir. Nefndin fagnar þessum hugmyndum og felur framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs að móta tillögur við framgang málsins og ræða við hlutaðeigandi aðila.

6.     mál

Drög að samningi vegna beitarafnots á landgræðslusvæði á Heimaey á hallalitlu landi á Haugasvæði.

Upplesið

Önnur mál

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 18:30.

Fundargerð samþykkt:

sign Hallgrímur Rögnvaldsson, Sigurður Páll Ásmundsson

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159