19.12.2003

Íþrótta- og æskulýðsráð Fundur haldinn

 
 

Íþrótta- og æskulýðsráð

Fundur haldinn í fundarsal að Tangagötu 1, föstudaginn 19. desember 2003 klukkan 12.00.

 

Mættir voru: Björn Elíasson, Elliði Vignisson, Georg Skæringssson, Jóhann Freyr Ragnarsson,  Helga Björk Ólafsdóttir, Sigþóra Guðmundsdóttir, tómstundafulltrúi, Andrés B. Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs, Vignir Guðnason, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar og Guðmundur Þ. B. Ólafsson, íþróttafulltrúi.

Auk þess mætti á fundinn Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, sem tekur við starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa 1. febrúar n.k..

 

1. mál.

Gerð var grein fyrir tillögum og vinnu við fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn 06, Íþrótta- og æskulýðsmál.

 

2. mál.

Íþróttafulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála vegna keppnisleyfi fyrir Hásteinsvöll vegna leikja í efstu deild í knattspyrnu.

 

3. mál.

Íþróttafulltrúi lagði fram tillögu af viðaukasamningi við ÍBV-íþróttafélag vegna reksturs íþróttavalla.

Samningurinn er í samræmi við fjárhagsáætlunarforsendur og hækkar um 3% á milli ára.

Gert er ráð fyrir að samningurinn gildi fyrir árið 2004 og framlengist um eitt ár, ef honum er ekki sagt upp af öðrum hvorum samningsaðilanum, með þriggja mánaða uppsagnarfresti miðað við hver áramót.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

 

4. mál.

Rætt var um hugmyndir af breytingu á onunartíma sundlaugar.

Framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs lagði fram eftirfarandi hugmyndir:

  1. Sundlaugin verði frá og með 1. febrúar opnuð kl. 06:30 mánudaga – föstudaga að báðum dögum meðtöldum.
  2. Að opnunar tími sundlaugar verði frá og með 1. febrúar lengdur um helgar sem hér segir;

laugardaga verði haft opið til kl 19:00 í stað kl. 16:00 eins og nú er

sunnudaga verði haft opið til kl. 19:00 í stað kl. 15:00 eins og nú er

  1. Að börnum yngri en 12 ára verði vísað upp úr lauginni kl. 19:00 og er miðað við gildandi reglur um útivistatíma barna.
  2. Að ein braut í sundlaugarinnar verði höfð opin allan daginn.  

Eftirfarandi útreikningar launadeildar gera ráð fyrir kostnaðaraukningu sem hér segir:

a)     2.752.944.00 og er þá miðað við að allt yrði unnið í yfirvinnu.

b)     1. 515.792.00  og er þá miðað við að lengingin yrði felld inn í núgildandi vaktarplön.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð mun taka efnislega afstöðu til málsins á næsta reglulega fundi sínum.

 

 

 

5. mál.

Rætt var um fundartíma ráðsins.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að fundir skuli haldnir reglulega minnst einu sinni í mánuði og oftar ef þurfa þykir.

Næsti fundur ráðsins verður miðvikudaginn 14. janúar n.k. kl. 17.00.

 

6. mál.

Ýmis önnur mál rædd.

 

1.      Bréf frá Erlingi Richardssyni, sem sent var til bæjarstjórnar.

Svohljóðandi bókun barst frá Elliða Vignissyni og Helgu B. Ólafsdóttur:

Í bréfi Erlings Richardssonar dagsettu 27. nóv. 2003 stíluðu á bæjarstjóra, og rætt á bæjarstjórnarfundi 27. nóvember heldur bréfritari því fram að ráðning á Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hafi verið pólitísk ákveðin og ekki stuðst við þær kröfur sem gerðar voru í auglýsingu um starfið. Jafnframt fer hann fram á að hann og aðrir umsækjendur verði beðnir afsökunar á þessum slælegu vinnubrögðum og að þeir sem stóðu að þessari ráðningu segi af sér.

Undirrituð hafa áður bent á að vitlaust hafi verið staðið að málum þegar starfið var auglýst en það var gert án nokkurar umræðu í Íþrótta- og æskulýðsráði. Einnig er rétt að benda á að enn liggur ekki fyrir starfslýsing þessa nýja starfs þrátt fyrir að búið sé að ráða í stöðuna.

Við hörmum það hvernig staðið var að auglýsingu og ráðningu í umrætt starf og teljum að hefði Íþrótta- og æskulýðsráð farið með málið ekki þróast á þennan veg.

 

2.      Útivistasvæði Íþróttamiðstöðvar.

Svohljóðandi tillaga barst frá Andrési Sigurvinssyni:

Vil leggja til að hafin verði markviss vinna að kanna möguleika á að bæta útivistarsvæðið og gera fjölskylduvænna en nú er og að gert verði ráð fyrir einhverju fjármagni til þessara mála í fjárhagsáætlun. 

Sömuleiðis að farið verði í að kanna möguleikar á að fá utanaðkomandi aðila ( sponsöra ) til að koma að og styrkja með beinum fjárframlögum byggingu rennibrautar og annarra afþreyingatækja, sem prýða orðið velflestar sundlaugar landsins og njóta mikilla vinsælda yngri kynslóðarinnar.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að beina því til Umhverfis- og tæknisviðs að farið verði í hönnun og endurskipulagningu á útivistarsvæði Íþróttamiðstöðvar.                                         

 

Fleira ekki bókað, fundi slitið klukkan 13.00.

 

Björn Elíasson, Georg Skæringsson, Jóhann Freyr Ragnarsson, Andrés B. Sigurvinsson, Vignir Guðnason, Sigþóra Guðmundsdóttir, Guðmundur Þ. B. Ólafsson.

 

Elliði Vignisson neitaði að skrifa undir fundargerðina og tjáði að Helga B. Ólafsdóttir myndi gera það einnig.

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159