18.12.2003

Landnytjanefnd Árið 2003, fimmtudaginn 18.

 
  Landnytjanefnd

 

Árið 2003, fimmtudaginn 18. desember kl. 12:00 haldinn fundur í Landnytjanefnd á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar

 

Mættir voru:
Ómar Garðarsson, Sæmundur Ingvarsson

Starfsmaður Frosti Gíslason

 

Fundargerð ritaði: Frosti Gíslason

1.mál. Umsóknarform um búfjárhald.

Fyrir liggja drög að umsóknareyðublöðum fyrir búfjárhald í Vestmannaeyjum. 
Nefndin samþykkir þau og felur framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna að framgangi málsins.

 

 

2.Drög að samningi við Landgræðsluna.

Fyrir liggja drög að samningi milli Landgræðslunnar og Vestmannaeyjabæjar um Haugasvæði

 

Nefndin fór yfir samninginn og felur formanni nefndarinnar að ræða við Landgræðslustjóra um nánari útfærslu.

 

3.Bréf frá Kristjáni Bjarnasyni

Bréf frá Kristjáni Bjarnasyni dagsett 20.október 2003

1.atriði,hrossabeit í hólfi 20.  Úrbætur hafa þegar farið fram

2. atriði, nefndin felur búfjáreftirlitsmanni að meta beitarþol undir Löngu.

3. atriði, nefndin sér ekki ástæðu til þess að taka á þessu máli þar sem að unnið er að nýju aðalskipulagi og unnið að reglum um hverfisvernd sem nær yfir umrætt svæði.  Tryggja þarf gott aðgengi að landinu fyrir gangandi fólk og setja stiga yfir girðingar þar sem þörf krefur.

4. atriði:  Nefndin er sammála bréfritara um að vinna þurfi eftir skýrslu Landgræðslunnar um mat á beitilandi frá 2001.

Nefndin fagnar ábendingum og stuðningi bréfritara við nefndina.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00

 

Fundargerð samþykkt:

 

Sign: Ómar Garðarsson, Sæmundur Ingvarsson

Frosti Gíslason

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159