10.12.2003

Menningarmálanefnd 194. fundur

 
 
  Menningarmálanefnd
   

194. fundur menningarmálanefndar haldinn í fundarsal Ráðhúsins, miðvikudaginn

10. des. 2003 kl. 17.00.

 Mættir voru Sigríður Bjarnadóttir, Selma Ragnarsdóttir, Andrés Sigmundsson, Nanna Þ. Áskelsdóttir, Hlíf Gylfadóttir, Kristján Egilsson, Jóna B Guðmundsdóttir Andrés Sigurvinsson og Sigurgeir Jónsson.           

1. mál.

            Beiðni um styrk frá Gísla Helgasyni, v. útgáfu á efni eftir Ása í Bæ.

  Andrés Sigurvinsson greindi frá beiðninni sem hljóðar upp á 600 þús. kr. og er vegna geislaplötuútgáfu og fleiru sem tengist 90 ára afmæli Ása í Bæ í febrúar á næsta ári.  Menningarmálanefnd treystir sér ekki til að verða við erindinu. 

2. mál.

            Þrívíddarverkefni Margrétar H. Auðardóttur.

  Sigurgeir Jónsson greindi frá samskiptum sínum við Margréti, sem hefur sótt um styrk til bæjarins vegna verkefnisins, og hvernig þau mál standa.  Samþykkt að fela honum áframhald þessa máls.

3. mál.

            Merkingar listaverka, Hraun og menn.

  Sigurgeir Jónsson lagði fram tillögur að merkingum ásamt tilboðum sem borist hafa í að gera skildi á verkin.  Sótt hefur verið um styrk til verksins hjá Ferðamálaráði.  Menningarmálanefnd samþykkir að fela menningarfulltrúa að skoða umrædd skilti nánar og enn fremur að leita eftir fleiri styrktaraðilum til verksins.

4. mál.

            Framtíð Blátinds.

  Sigurgeir lagði fram tillögur um framtíðarstað Blátinds.  Menningarmálanefnd samþykkir að fela menningarfulltrúa að kanna kostnaðartölur við að koma bátnum á þurrt þar til heildarskipulag safnasvæða liggur fyrir og eins hver árlegur kostnaður yrði við viðhald hans.

5. mál.

            Vinna við átaksverkefni á næsta sumri.

  Sigurgeir kynnti tillögur að átaksverkefni við uppbyggingu stakkstæðis við Olnboga, þar sem sækja mætti um fjárveitingu til Atvinnuleysistryggingasjóðs.  Menningarmálanefnd lýsir áhuga sínum fyrir þessu og felur menningarfulltrúa að vinna áfram að málinu.

6. mál.

            Endurskoðuð reglugerð um bæjarlistamann og listaverkakaup bæjarins.

  Andrés Sigurvinsson viðraði hugmynd að því að kalla saman vinnuhóp sem sæi um endurskoðun á veitingu viðurkenninga til bæjarlistamanns eða listamanna og grundvöllurinn yrði breikkaður.  Menningarmálanefnd samþykkir að fela Andrési Sigurvinssyni að athuga hvernig þessum málum er háttað hjá öðrum bæjarfélögum og forma frekari tillögur.

 

 

7. mál.

            Stórafmæli tveggja látinna heiðursmanna, Ása í Bæ og Binna í Gröf.

  Menningarmálanefnd samþykkir að fela Andrési Sigurvinssyni að vinna að því að þessara afmæla verði minnst á þann hátt að til sóma sé fyrir bæjarfélagið.  Kannað verði með dagskrá sem tengdist Ása í Bæ og yrði í umsjá heimamanna.

8. mál.

            Fjárhagsáætlun fyrir 2004.

  Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fer fram 18. des.  Rætt um áætlunina.

Önnur mál.

  Samþykkt var að fresta umræðum um önnur mál, þ.á.m. listaverkakaup bæjarins, til næsta fundar menningarmálanefndar.

                       

Fundi slitið kl. 18.57

 

Sigurgeir Jónsson

Andrés Sigurvinsson

Andrés Sigmundsson

Sigríður Bjarnadóttir

Selma Ragnarsdóttir

Nanna Þ Áskelsdóttir

Hlíf Gylfadóttir

Kristján Egilsson

Jóna Björg Guðmundsdóttir

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159