04.12.2003

Skipulags- og byggingarnefndVestmannaeyjaTANGAGÖTU 1

 
 

 

Skipulags- og byggingarnefnd

Vestmannaeyja

TANGAGÖTU 1 902 VESTMANNAEYJUM  PÓSTHÓLF 340  SÍMI 488 5030  MYNDSENDIR 488 5031  KENNITALA 690269-0159

 

Árið 2003, fimmtudaginn 4. desember kl. 16:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Vestmannaeyja 1488. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi tæknideildar, Tangagötu 1.

 

Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Stefán Þór Lúðvíksson, Stefán Óskar Jónasson, Skæringur Georgsson, Guðríður Ásta Halldórsdóttir og Friðbjörn Valtýsson

 

Eftirtaldir embættismenn kynntu mál: Jökull Pálmar Jónsson, Jóhannes Ólafsson og Frosti Gíslason

 

Aðrir sem voru viðstaddir:

 

Þetta gerðist:

 

 

Umferðarmál

1.

Úrbætur í umferðarmálum og vegmerkingum, Tillögur að úrbótum í umferðarmálum á Heimaey frá Snorra Rútssyni og Gísla Magnússyni, ökukennurum 

 

Mál nr. BN030123

Skjalnr.

100253-7719 Snorri Þorgeir Rútsson, Hrauntúni 65, 900 Vestmannaeyjar

050947-2549 Magnús Gísli Magnússon, Brekastígur 11a, 900 Vestmannaeyjar

 

Gísli Magnússon og Snorri Rútsson ökukennarar lögðu fram meðfylgjandi úrbætur í umferðarmálum og vegmerkingum í Vestmannaeyjum.

 

Nefndin hefur móttekið erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt Yfirlögregluþjóni framgang málsins í samræmi við umræður á fundinum.

 

Skipulagsmál

2.

Útskrift úr fundargerð bæjarráðs 24.11.2003, Bréf frá Skipulagsstofnun vegna tillögu að aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014 

 

Mál nr. BN030125

Skjalnr.

690269-0159 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar

 

Bæjarráð vísar til nánari umfjöllunar skipulags- og byggingarnefndar bréfi Skipulagsstofnunnar dagsett 20.11.2003 varðandi 3. tillögu að aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014.

 

 

Nefndin vísar erindinu til vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Vestmannaeyja 2002-2014.


 

Nýbyggingar

3.

Bessahraun 13, Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús, einbýlishús að Bessahrauni 13 

(08.030.130)

Mál nr. BN030117

Skjalnr.

061074-3339 Magnús Sigurðsson, Hólagötu 10, 900 Vestmannaeyjar

 

Magnús Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi, einbýlishúsi á lóð sinni að Bessahrauni 13, sem úthlutað var til Magnúsar í desember 2002. Um er að ræða 208 m2 steypt einbýlishús á einni hæð sbr. meðfylgjandi teikningar TPZ ehf.

 

Nefndin samþykkir erindið sbr. ofangreindar teikningar segja til um.

Einnig skal miða við 113. gr. byggingareglugerðar varðandi frágang bílskúrs m.t.t. brunamála. Hurð á milli íbúðar og bílskúrs skal vera EI-CS30 og aðskilnaður húss og bílskúr, þ.e. veggir, vera EI60. 

Opnanleg fög á herbergjum skulu vera björgunarop skv. 159. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998.  Opnanlega fagið skal vera a.m.k. 0,50*0,50 m að stærð og aldrei minna en 0,50 m á breiddina.

Byggingarleyfisgjöld: kr. 38,137.-

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

4.

Hólagata 24, Fyrirspurn v. stækkunar bílskúrs 

(40.230.240)

Mál nr. BN030124

Skjalnr.

230558-6989 Böðvar Vignir Bergþórsson, Hólagötu 24, 900 Vestmannaeyjar

 

Böðvar Bergþórsson óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til stækkunar á bílskúr sbr. meðfylgjandi uppdráttur segir til um.

 

Nefndin er hlynnt erindinu.

 

5.

Strandvegur 12, Leyfi til að reisa lýsistanka og olíutank við FES 

 

Mál nr. BN030118

Skjalnr.

660169-1219 Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegi 28, 900 Vestmannaeyjar

 

Ísfélag Vestmannaeyja sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að reisa tvo lýsistanka og olíutank við hlið núverandi lýsistanks við FES ásamt tveimur hráefnistönkum við FES skv. meðfylgjandi uppdráttum TPZ ehf.

Stærð fyrirhugaðra tanka er:

Hráefnistankarnir tveir eru um 1880 m3 hver.

Lýsisgeymar eru 1055 m3 og 770 m3.

Olíugeymir er 1600 m3.

 

 

Nefndin samþykkir erindið.

Byggingarleyfisgjöld kr. 299,536.-

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997


 

Annað

6.

Herjólfsdalur, Göngubrú yfir tjörnina í Herjólfsdal 

 

Mál nr. BN030120

Skjalnr.

680197-2029 ÍBV íþróttafélag                        , Þórsheimilinu v/Hamarsveg   , 900 Vestmannaeyjar

 

 

Páll Scheving, f.h. ÍBV-íþróttafélags sækir um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að láta brú yfir tjörnina í Herjólfsdal standa í vetur.

 

Nefndin hafnar erindinu og gerir ÍBV að fjarlægja brúnna eins fljótt og auðið er.

 

7.

Svæði til iðkunar vélhjólaíþrótta, Samningur um afnot af svæði til iðkunar vélhjólaíþrótta 

 

Mál nr. BN030119

Skjalnr.

skipul-full Skipulags- og byggingafulltrúi          , Tangagötu 1                 , 900 Vestmannaeyjar

 

Framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs leggur fram eintak af samningi við vélhjólaíþróttaklúbb ÍBV um afnot af svæði á Nýja hrauninu til iðkunar vélhjólaíþrótta.

 

Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

Afgreiðsla BFTR

8.

Bárustígur 15-17, Leyfi til að setja upp klukku utan á Sparisjóð Vestmannaeyja 

(07.130.150)

Mál nr. BN030121

Skjalnr.

610269-5839 Sparisjóður Vestmannaeyja, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjar

 

Ólafur Élísson f.h. Sparisjóðs Vestmannaeyja sækir um leyfi skipulags- og byggingarfulltrúa til að setja upp klukku utan á húsnæði sparisjóðsins að Bárustíg 15 skv. meðfylgjandi uppdrætti.

 

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 4.12.2003:

"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Sparisjóði Vestmannaeyja að setja upp klukku sbr. innlagðan uppdrátt."

Byggingarleyfisgjald kr. 4,566.-

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997


 

9.

Brekastígur 32, Leyfi til að breyta gluggum á íbúðarhúsi að Brekastíg 32 

(14.030.320)

Mál nr. BN030122

Skjalnr.

271257-2369 Magnús Kristl Kristleifsson, Brekastíg 32, 900 Vestmannaeyjar

 

Magnús Kristleifsson sækir um leyfi skipulags- og bygginarfulltrúa til að breyta gluggum á húsi sínu að Brekastíg 32 skv. meðfylgjandi uppdrætti Sigujóns Pálssonar byggingartæknifræðings.

 

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa frá 3.12.2003:

"Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar Magnúsi Kristleifssyni að breyta gluggum á húsi sínu að Brekastíg 32 skv. innlögðum uppdrætti."

Byggingarleyfisgjald kr. 4,566.-

Afgreiðsla þessi er skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

Stefán Þór Lúðvíksson

Stefán Óskar Jónasson

Skæringur Georgsson

Guðríður Ásta Halldórsdóttir

Friðbjörn Valtýsson

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159