04.12.2003

Almannavarnanefnd Árið 2003, fimmtudaginn 4.

 
  Almannavarnanefnd

Árið 2003, fimmtudaginn 4. desember kl. 18:00 haldinn fundur í Almannavarnanefnd Vestmannaeyja í stjórnstöð Almannavarna við Faxastíg 38.

 

Mættir voru: Adólf Þórsson (Björgunarfélagi Vestmannaeyja), Jóhannes Ólafsson (yfirlögregluþjónn), Bjarni Sighvatsson (Björgunarfélagi Vestmannaeyja) Ragnar Þór Baldvinsson (Slökkviliði Vestmannaeyja), Frosti Gíslason  (Vestmannaeyjabæ), Karl Gauti Hjaltason (sýslumaður).  Bergur Ágústsson (bæjarstjóri).  Sigurjón Kristinsson Heilsustofnun Vestmannaeyja.   Auk þess voru  Ármann Höskuldsson jarðfræðingur og Ívar Atlason frá Hitaveitu Suðurnesja.

Fundargerð ritaði: Frosti Gíslason

1.mál. Viðbragðsáætlun vegna flóðbylgju í kjölfar Kötlugoss  Ármann kynnti sögulegar staðreyndir, varðandi fyrri Kötlugos og vísaði m.a. í gögn frá fundi með Almannavarnarnefnd í september 1999.  Ármann kynnti hugsanlegar afleiðingar mögulegs Kötlugoss og sýndi IRF kort með áhættusvæðum m.v. mismundandi flóðbylgjur. Karl Gauti greindi frá því að Hitaveita Suðurnesja yrði höfð með í ráðum varðandi viðbragðsáætlun, líkt og fleiri fyrirtæki og stofnanir á hættusvæðum.  Ármann taldi upp hugsanleg áhrif vegna flóðbylgju og eldinga en taldi ekki mikla hættu vegna ösku.   Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50

 

Fundargerð samþykkt:

Adólf Þórsson,  Jóhannes Ólafsson, Bjarni Sighvatsson, Ragnar Þór Baldvinsson, Frosti Gíslason, Karl Gauti Hjaltason.  Bergur Ágústsson.  Sigurjón Kristinsson.

 

Vestmannaeyjabær | Ráðhúsinu | Bárustíg 15 | 900 Vestmannaeyjum | Sími: 488 2000 | postur@vestmannaeyjar.is | Kt.: 690269-0159